Lífið

Austurríki átti bestu erlendu myndina

Die Fälscher frá Austurríki hlaut í nótt Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu kvikmyndina. Kvikmyndin fjallar um það hvernig fangar í fangabúðum nasista voru nýttir til að falsa erlenda peningaseðla.

Þetta er í annað sinn sem austurrísk kvikmynd er tilnefnd til verðlaunanna.

Stefan Ruzowitzky, leikstjóri myndarinnar, sagði að þar sem margir austurrískir Óskarserðlaunahafar hefðu flúið til Hollywood undan oki nasismans væri það vel við hæfi að fyrsta austurríska myndin til að fá verðlaunin fjallað um grimmdarverk nasista.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.