Lífið

Marillon Cotillard er besta leikkonan í aðalhlutverki

Franska leikkonan Marion Cotillard hlaut óskarinn sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Edit Piaf í La Vie en Rose.

Til þessa hafa einungis tveir leikarar hlotið Óskarsverðlaun fyrir leik á öðru tungumáli en ensku, þau Sophia Lauren og Roberto Benini.

Þetta eru önnur verðlaunin sem falla í skaut La Vie en Rose, en myndin hlaut einnig Óskarinn fyrir bestu förðun. Það er svo líklega verðskuldað, en engin leið er að þekkja hina ungu og fögru Marion í gervi áfengissjúklingsins og morfínfíkilsins Edit Piaf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.