Fótbolti

Beckham bjó til bæði mörkin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Beckham í búningi LA Galaxy.
Beckham í búningi LA Galaxy.

David Beckham og félagar hans í bandaríska liðinu LA Galaxy höfnuðu í þriðja sæti á móti sem fram fór á Hawai. Beckham lagði upp bæði mörk liðsins þegar það vann Sidney frá Ástralíu 2-1 í bronsleiknum.

LA Galaxy komst yfir strax í byrjun leiks en Sidney jafnaði fyrir hálfleik. Ivan Necevski skoraði síðan sigurmarkið í seinni hálfleik.

Japanska liðið Gamba Osaka vann úrslitaleikinn gegn Houston Dynamo frá Bandaríkjunum 6-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×