Fótbolti

Eggert átti þátt í sigurmarki Hearts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert í leik með Hearts á síðasta tímabili.
Eggert í leik með Hearts á síðasta tímabili. Nordic Photos / Getty Images

Hearts vann í dag 1-0 útisigur á Motherwell í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn fyrir Hearts og átti þátt í sigurmarkinu.

Eggert átti skot að marki Motherwell á elleftu mínútu leiksins en skot hans breyttu um stefnu á Stephen Craigan, leikmanni Motherwell, og af honum fór boltinn í markið. Það var því skráð sem sjálfsmark á hann.

Hearts fór upp í sjöunda sæti deildarinnar með sigrinum og er liðið með 33 stig, rétt eins og Inverness CT og Aberdeen sem eru í 7. og 8. sæti deildarinnar.

Motherwell er í þriðja sæti deildarinnar með 44 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×