Fótbolti

Aron Einar lék með aðalliði AZ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson, leikmaður AZ.
Aron Einar Gunnarsson, leikmaður AZ. Mynd/Heimasíða AZ

Aron Einar Gunnarsson lék í dag sinn fyrsta leik með aðalliði AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni er liðið tapaði illa á útivelli fyrir NEC, 5-2.

Aron kom inn á sem varamaður á 77. mínútu fyrir markaskorarann David Mendes da Silva en hann kom AZ yfir á þriðju mínútu leiksins.

NEC breytti stöðunni í 4-1 áður en 25 mínútur voru liðnar af leiknum.

Arnar Þór Viðarsson lék allan leikinn fyrir De Graafschap sem tapaði 3-1 fyrir Feyenoord á heimavelli í gær.

AZ er í ellefta sæti deildarinnar og De Graafschap í því tólfta. PSV er með níu stiga forystu á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×