Foreldrar Spears óttast um líf hennar 7. febrúar 2008 10:12 Britney Spears sést hér í bíl í Los Angeles í gær skömmu eftir að hún var útskrifuð. MYND/AP Foreldrar bandarísku söngkonunnar Britney Spears eru allt annað en sáttir við að dóttir þeirra hafi verið útskrifuð af sjúkrahúsi í gær. Spears komst af spítalanum fram hjá vökulu auga fjölmiðlanna vestan hafs en ekki hafði verið búist við að hún yrði útskrifuð fyrr en eftir viku vegna veikinda sinna. Blaðasnápar voru þó ekki lengi að hafa upp á henni og sást til hennar aka um götur Los Angeles ásamt óþekktum manni og sveimuðu papparassar allt í kringum bílinn. Söngkonan var lögð inn á spítala þann 31. janúar þar sem hún átti að gangast undir þriggja sólarhringa sálfræðimat og svo var búist við að hún yrði tvær vikur til viðbótar á spítalanum. Af því varð hins vegar ekki. Söngkonan unga hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu misseri. Hún hefur glímt við vímuefnavanda og missti forræði yfir sonum sínum. Þá komst dómstóll að því nýlega að umboðsmaður hennar, Sam Lufti, mætti ekki koma nálægt henni eftir að móðir Britneyjar sagði sakaði hann um að byrla dóttur sinni ólyfjan. Foreldrar hennar, Jamie og Lynne Spears, lýstu í dag yfir miklum áhyggjum af dóttur sinni. ,,Við höfum miklar áhyggjur af öryggi dóttur okkar og teljum að hún sé í lífshættu," segja þau og fara fram á það að dómstólar grípi inn í málið. Faðirinn fer sem stendur með yfirumsjón með fjármálum hennar þar sem ekki var talið að hún hefði heilsu til þess að sjá um þau sjálf. Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Foreldrar bandarísku söngkonunnar Britney Spears eru allt annað en sáttir við að dóttir þeirra hafi verið útskrifuð af sjúkrahúsi í gær. Spears komst af spítalanum fram hjá vökulu auga fjölmiðlanna vestan hafs en ekki hafði verið búist við að hún yrði útskrifuð fyrr en eftir viku vegna veikinda sinna. Blaðasnápar voru þó ekki lengi að hafa upp á henni og sást til hennar aka um götur Los Angeles ásamt óþekktum manni og sveimuðu papparassar allt í kringum bílinn. Söngkonan var lögð inn á spítala þann 31. janúar þar sem hún átti að gangast undir þriggja sólarhringa sálfræðimat og svo var búist við að hún yrði tvær vikur til viðbótar á spítalanum. Af því varð hins vegar ekki. Söngkonan unga hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu misseri. Hún hefur glímt við vímuefnavanda og missti forræði yfir sonum sínum. Þá komst dómstóll að því nýlega að umboðsmaður hennar, Sam Lufti, mætti ekki koma nálægt henni eftir að móðir Britneyjar sagði sakaði hann um að byrla dóttur sinni ólyfjan. Foreldrar hennar, Jamie og Lynne Spears, lýstu í dag yfir miklum áhyggjum af dóttur sinni. ,,Við höfum miklar áhyggjur af öryggi dóttur okkar og teljum að hún sé í lífshættu," segja þau og fara fram á það að dómstólar grípi inn í málið. Faðirinn fer sem stendur með yfirumsjón með fjármálum hennar þar sem ekki var talið að hún hefði heilsu til þess að sjá um þau sjálf.
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira