Innlent

Vinskapur hafði ekkert með lögfræðiálit að gera

Bjarnfreður Ólafsson.
Bjarnfreður Ólafsson.

Bjarnfreður Ólafsson skattalögfræðingur segir álit sitt á skattamálum Framsóknarflokksins og frambjóðenda hans ekki tengjast þeim persónum sem eigi hlut að máli. „Þetta er einföld lögfræðileg niðurstaða og ætti að vera alveg óumdeild. Hún er ekkert tengd persónum enda er Óskar Bergsson kær vinur minn, Björn Inga þekki ég hinsvegar ekkert."

Í frétt á Vísi fyrr í dag var fjallað um styrk vegna fatakaupa Björns Inga og Óskars Bergssonar. Í fréttinni var talað við Bjarnfreð Ólafsson skattalögfræðing hjá lögmannsstofunni Logos sem sagði að styrki eins og þennan eigi að gefa upp til skatts sem hlunnindi eða gjafir. Bjarnfreður sagði jafnframt að í þessu tilfelli hefðu frambjóðendur sennilegast átt að standa skil á greiðslunum sjálfir.

Björn Ingi hefur bent á að sá sérfræðingur sem Vísir talaði við sé náinn vinur Guðjóns Ólafs Jónssonar.




Tengdar fréttir

Björn Ingi og Óskar brutu gegn skattalögum

Frambjóðendur Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík árið 2006 hefðu átt að gefa fatastyrk sem þeir fengu upp til skatts sem hlunnindi eða gjafir, að mati lögfræðings. Fréttablaðið hefur það eftir Birni Inga Hrafnssyni borgarfulltrúa að hann hefði ekki séð ástæðu til að gefa styrkinn upp til skatts því að um svo lágar upphæðir hafi verið að ræða.

Greiði skatta og skyldur af mínum hlunnindum

„Ég greiði skatta og skyldur af mínum launum og hlunnindum og geri nákvæmlega það sem mér er sagt að gera frá mínum endurskoðanda,“ segir Björn Ingi Hrafnsson um þær ásakanir að hann hefði átt að greiða skatt af styrk sem hann fékk til fatakaupa fyrir kosningar árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×