Innlent

Höfrungahlaup hefst á vinnumarkaði

Verkalýðshreyfingin krefst nú skammtímasamnings til að sjá hvernig samninga opinberir starfsmenn fá. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, segir það þýða höfrungahlaup og vítahring verðbólgu.

Verkalýðsforystan leggur nú meginherslu á samning sem gildi aðeins til þrettán mánaða og ber fyrir sig óvissu í efnahagsmálum og óvissu um aðra kjarasamninga sem losna síðar á árinu. Með kröfu um skammtímasamning skín í tortryggni gagnvart hinu opinbera. Þegar búið verði að semja á almenna vinnumarkaðnum muni starfsmenn ríkis og sveitarfélaga fá það þess sama en síðan bæta einhverju við. Þetta segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2, að menn vilji koma í veg fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×