Innlent

Meintur berklasmitberi útskrifaður af sjúkrahúsi

Maðurinn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Maðurinn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.

Maðurinn sem grunaður var um berklasmit í hádeginu í dag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Grunurinn átti ekki við rök að styðjast og var hann því sendur heim að skoðun lokinni.

Lögreglan fékk tilkynningu um slasaðan mann í heimahúsi í Hjallahverfi í Kópavogi rétt fyrir hádegi. Þegar þangað var komið hafði tveimur útlendingum lent saman með þeim afleiðingum að annar hlaut skurð á enni.

Miðað við upplýsingar frá mönnunum mátti skilja að sá sem hlaut skurðinn væri smitaður af berklum. Báðir mennirnir voru blóðugir og fór lögreglan því varlega á vettvangi. Maðurinn var fluttur í einangrun á sjúkrahúsi. Eftir skoðun kom hinsvegar í ljós að ekkert berklasmit var í manninum og hann því útskrifaður.

Hinn maðurinn fékk einnig að fara til síns heima eftir skoðun.

Lögreglan leitar enn mannsins sem rændi verslun 11-11 á Grensásvegi í gærkvöldi en einhverjar vangaveltur voru um að þar hefði einn af svokölluðum góðkunningjum lögreglunnar verið að verki. Þær vangaveltur eru hinsvegar lítið annað en vangaveltur og málið er því enn í rannsókn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×