Siggi Hall hættir á Óðinsvéum 9. janúar 2008 12:29 Siggi Hall hefur rekið veitingastaðinn í átta ár við góðar orðstýr. MYND/Vilhelm Meistarakokkurinn Siggi Hall er hættur á samnefndum veitingastað á Hóteli Óðinsvéum. Veitingastaðnum hafi verið lokað vegna breytinga og ráðgert sé að opna nýjan og stærri stað um miðjan febrúar. „Það verða töluvert miklar breytingar á staðnum," segir Linda Jóhannsdóttir, einn nýju eigendanna. ,,Telma Friðriksdóttir arkitekt er búin að teikna alveg nýjan veitingastað og nýja hótelmóttöku. Við erum í raun að bæta aðstöðu hótelgesta í leiðinni," segir Linda, en að auki verður komið fyrir hótelbar inni á veitingastaðnum og nýrri fundaaðstöðu. Staðurinn mun skipta um nafn við breytingarnar, en Linda vildi ekki upplýsa hvað það yrði að svo stöddu. Eyþór Rúnarsson, meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu, verður áfram yfirmatreiðslumaður staðarins. Þá hefur Ágúst Guðmundsson verið ráðinn veitingastjóri á nýja staðnum. Linda segir að breytinga sé að vænta á matseðlinum. Áhersla verði lögð á árstíðabundið hráefni og matargerðarlist frá Frakklandi, Ítalíu og Spáni. Þá verður bætt inn smáréttum, og verðbilið breikkar því. Blaðamaður Conde Nast hreifst mjög af staðnum fyrir nokkrum árum, og var sérstaklega uppveðraður yfir saltfiskinum. Staðurinn komst á „Hot List" blaðsins, fyrstur íslenskra staða. Linda segist reikna með því að saltfiskurinn góði verði ekki langt undan á nýja seðlinum. Siggi hefur rekið staðinn í átta ár, og ávallt verið mjög sýnilegur, gengið á milli borða og spjallað við gesti. Aðspurð segir Linda að það verði ekki hlaupið að því að fylgja í þau fótspor „Það verður klárlega öðruvísi, það reynir enginn að leika eftir Sigga og ætlar sér ekkert að gera það. Við ætlum bara að byggja á því að búa til gott andrúmsloft." Eigendur Hótel Óðinsvéa og nú nýir eigendur veitingastaðarins eru Ellert Finnbogason hótelstjóri, Linda Jóhannsdóttir fjármálastjóri og fyrrum fjármálastjóri Baugs og Heklu, Magnús Stephensen starfandi stjórnarmaður XL Leisure Group, Hannes Hilmarsson forstjóri og aðaleigandi Air Atlanta Icelandic og Jóhann Gunnarsson verktaki. Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Meistarakokkurinn Siggi Hall er hættur á samnefndum veitingastað á Hóteli Óðinsvéum. Veitingastaðnum hafi verið lokað vegna breytinga og ráðgert sé að opna nýjan og stærri stað um miðjan febrúar. „Það verða töluvert miklar breytingar á staðnum," segir Linda Jóhannsdóttir, einn nýju eigendanna. ,,Telma Friðriksdóttir arkitekt er búin að teikna alveg nýjan veitingastað og nýja hótelmóttöku. Við erum í raun að bæta aðstöðu hótelgesta í leiðinni," segir Linda, en að auki verður komið fyrir hótelbar inni á veitingastaðnum og nýrri fundaaðstöðu. Staðurinn mun skipta um nafn við breytingarnar, en Linda vildi ekki upplýsa hvað það yrði að svo stöddu. Eyþór Rúnarsson, meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu, verður áfram yfirmatreiðslumaður staðarins. Þá hefur Ágúst Guðmundsson verið ráðinn veitingastjóri á nýja staðnum. Linda segir að breytinga sé að vænta á matseðlinum. Áhersla verði lögð á árstíðabundið hráefni og matargerðarlist frá Frakklandi, Ítalíu og Spáni. Þá verður bætt inn smáréttum, og verðbilið breikkar því. Blaðamaður Conde Nast hreifst mjög af staðnum fyrir nokkrum árum, og var sérstaklega uppveðraður yfir saltfiskinum. Staðurinn komst á „Hot List" blaðsins, fyrstur íslenskra staða. Linda segist reikna með því að saltfiskurinn góði verði ekki langt undan á nýja seðlinum. Siggi hefur rekið staðinn í átta ár, og ávallt verið mjög sýnilegur, gengið á milli borða og spjallað við gesti. Aðspurð segir Linda að það verði ekki hlaupið að því að fylgja í þau fótspor „Það verður klárlega öðruvísi, það reynir enginn að leika eftir Sigga og ætlar sér ekkert að gera það. Við ætlum bara að byggja á því að búa til gott andrúmsloft." Eigendur Hótel Óðinsvéa og nú nýir eigendur veitingastaðarins eru Ellert Finnbogason hótelstjóri, Linda Jóhannsdóttir fjármálastjóri og fyrrum fjármálastjóri Baugs og Heklu, Magnús Stephensen starfandi stjórnarmaður XL Leisure Group, Hannes Hilmarsson forstjóri og aðaleigandi Air Atlanta Icelandic og Jóhann Gunnarsson verktaki.
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira