Enski boltinn

Petrov frá í þrjá til fjóra mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Petrov í baráttu við Grétar Rafn Steinsson, leikmann Bolton.
Martin Petrov í baráttu við Grétar Rafn Steinsson, leikmann Bolton. Nordic Photos / AFP

Martin Petrov, leikmaður Manchester City, verður frá keppni fram í febrúar vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í landsleik Búlgaríu og Georgíu.

Óttast var að hann hefði jafnvel slitin krossbönd en svo reyndist ekki vera. Hann er hins vegar með sködduð liðbönd. Petrov var nýbúinn að jafna sig á meiðslum á lærvöðva þegar hann meiddist á ný.

„Þótt þetta séu góðar fréttir að krossböndin eru heil eru þetta engu að síður slæm meiðsli og verður hann frá í þrjá eða fjóra mánuði," sagði Mark Hughes, knattspyrnustjóri City.

Hins vegar barst Hughes þær góðu fréttir að meiðsli Micah Richards eru ekki eins alvarleg og búist var við. Hann er tognaður á liðböndum en er ekki brotinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×