„Þvottabrekkan sannaði sig sem tónleikastaður“ Nanna Hlín Halldórsdóttir skrifar 30. júní 2008 12:51 Um 30 þúsund tónleikagestir voru í Þvottabrekkunni þegar mest lét. Ekki hefur farið framhjá mörgum að einhverjir þekktustu tónlistarmenn þjóðarinnar, Björk og Sigurrós ásamt fleirum, blésu til tónleika á laugardaginn undir yfirskriftinni Náttúra. Voru tónleikarnir haldnir í hinni svokölluðu Þvottabrekku í Laugardalnum en talið er að um 30 þúsund manns hafi verið þar þegar mest lét. Reykjarvíkurborg tók þátt í framkvæmd tónleikanna en samkvæmt upplýsingum frá Sif Gunnarsdóttur hjá Höfuðborgastofu tókst framkvæmdin afar vel. Tilefni tónleikanna var vitundarvakning varðandi umhverfisvernd og voru tónleikagestir meðal annars hvattir til þess að sleppa einkabílnum og nota í stað þess strætisvagna, hjól eða einfaldlega tvo jafnfljóta. Að sögn Sifjar virðast margir hafa tekið þá hvatningu til sín, ekki hafi verið um nein bílastæðavandamál að ræða né neitt verulegt umferðaröngþveiti. ,,Þvottabrekkan hefur sannað sig sem tónleikastaður," sagði Sif og benti á að Laugardalurinn væri afar miðsvæðis og góðar almenningssamgöngur í nánd við dalinn. ,,Þetta er fallegur staður og tréin sem umkringja svæðið gera það að verkum að það er meira logn en á mörgum öðrum stöðum," sagði Sif sem telur ekki eins mikla golu hafa verið í Þvottabrekkunni eins og á mörgum öðrum svæðum í borginni. Ekkert umferðaöngþveiti myndaðist að ráði og sagðist Sif hafa séð strauma af fólki gangandi eftir Suðurlandsbrautinni bæði fyrir og eftir tónleika og einnig fulla strætisvagna af fólki. Hún benti einnig á að ókeypis hafi verið í sund í Laugardalslauginni sem og í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum eftir tónleikana sem líklegast hafi valdið góðri dreifingu á brottför fólks úr dalnum. Umræða hefur verið um mikið rusl á Náttúrutónleikunum. ,,Það er alveg augljóst mál að þegar 30 þúsund manns koma saman þá er eitthvað skilið eftir, því miður," sagði Sif. Minna rusl var þó en gert var ráð fyrir samkvæmt Sif og var búið að týna allt rusl á sunnudagsmorgninum. Einhver röð skapaðist á salernin í Skautahöllinni en að sögn Sifjar var álitið vera nægjanlegur fjöldi salerna í Skautahöllinni, Laugardalshöllinni og Fjölskyldu-og húsdýragarðinum og því ekki talið þörf á aukasalernum. Kort af svæðinu var birt í fjölmiðlum fyrir tónleikana og reynt að merkja leið til salerna eftir fremsta megni. ,,Þetta er eitthvað sem verður alltaf umhugsunarefni á eftir kannski hefði mátt merkja betur en nóg var af klósettum," sagði Sif. Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Ekki hefur farið framhjá mörgum að einhverjir þekktustu tónlistarmenn þjóðarinnar, Björk og Sigurrós ásamt fleirum, blésu til tónleika á laugardaginn undir yfirskriftinni Náttúra. Voru tónleikarnir haldnir í hinni svokölluðu Þvottabrekku í Laugardalnum en talið er að um 30 þúsund manns hafi verið þar þegar mest lét. Reykjarvíkurborg tók þátt í framkvæmd tónleikanna en samkvæmt upplýsingum frá Sif Gunnarsdóttur hjá Höfuðborgastofu tókst framkvæmdin afar vel. Tilefni tónleikanna var vitundarvakning varðandi umhverfisvernd og voru tónleikagestir meðal annars hvattir til þess að sleppa einkabílnum og nota í stað þess strætisvagna, hjól eða einfaldlega tvo jafnfljóta. Að sögn Sifjar virðast margir hafa tekið þá hvatningu til sín, ekki hafi verið um nein bílastæðavandamál að ræða né neitt verulegt umferðaröngþveiti. ,,Þvottabrekkan hefur sannað sig sem tónleikastaður," sagði Sif og benti á að Laugardalurinn væri afar miðsvæðis og góðar almenningssamgöngur í nánd við dalinn. ,,Þetta er fallegur staður og tréin sem umkringja svæðið gera það að verkum að það er meira logn en á mörgum öðrum stöðum," sagði Sif sem telur ekki eins mikla golu hafa verið í Þvottabrekkunni eins og á mörgum öðrum svæðum í borginni. Ekkert umferðaöngþveiti myndaðist að ráði og sagðist Sif hafa séð strauma af fólki gangandi eftir Suðurlandsbrautinni bæði fyrir og eftir tónleika og einnig fulla strætisvagna af fólki. Hún benti einnig á að ókeypis hafi verið í sund í Laugardalslauginni sem og í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum eftir tónleikana sem líklegast hafi valdið góðri dreifingu á brottför fólks úr dalnum. Umræða hefur verið um mikið rusl á Náttúrutónleikunum. ,,Það er alveg augljóst mál að þegar 30 þúsund manns koma saman þá er eitthvað skilið eftir, því miður," sagði Sif. Minna rusl var þó en gert var ráð fyrir samkvæmt Sif og var búið að týna allt rusl á sunnudagsmorgninum. Einhver röð skapaðist á salernin í Skautahöllinni en að sögn Sifjar var álitið vera nægjanlegur fjöldi salerna í Skautahöllinni, Laugardalshöllinni og Fjölskyldu-og húsdýragarðinum og því ekki talið þörf á aukasalernum. Kort af svæðinu var birt í fjölmiðlum fyrir tónleikana og reynt að merkja leið til salerna eftir fremsta megni. ,,Þetta er eitthvað sem verður alltaf umhugsunarefni á eftir kannski hefði mátt merkja betur en nóg var af klósettum," sagði Sif.
Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira