Innlent

Staða peningasjóða skýrist hugsanlega í dag

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á von á því að greint verði frá því í dag hvernig málum verið háttað með peningasjóði gömlu viðskiptabankanna sem fallið hafa.

Fram hefur komið að einstaklingar og fyrirtæki sem hafi átt í þessum sjóðum muni horfa fram á eitthvert tap vegna fallsins. Björgvin segir að skilanefndir, bankastjórnir nýju bankanna og Fjármálaeftirlitið hafi verið að fara í gegnum þessi mál og fram hafi komið vísbgending um að staðan í sjóðum Landsbankans væri betri en talið hefði verið í fyrstu. Hann ætti von á því að þeirri vinnu yrði lokið sem allra fyrst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×