Enski boltinn

Félögin eru öll til sölu

NordicPhotos/GettyImages

Helgarblaðið News of the World hélt því fram í gær að eigandi Portsmouth væri nú að reyna að selja félagið því hann væri búinn að kaupa meira af leikmönnum en hann réði við á síðustu tveimur árum.

Í kjölfarið gaf félagið út yfirlýsingu sem reyndar gerði lítið annað en að auka á óvissuna, því í henni kom fram að þó félagið væri ekki til sölu - myndu eigendur skoða vandlega ef góð tilboð bærust í félagið.

Að endingu var það knattspyrnustjórinn Jamie Redknapp sem þurfti að svara spurningum um framtíð félagsins.

"Sýnið mér eitt knattspyrnufélag sem er ekki til sölu fyrir gott tilboð. Ég er viss um að öll félög eru til sölu - það er ekki eins og menn séu að græða í þessum bransa," sagði Redknapp.

News of the World hélt því fram að félagið yrði að selja leikmenn í janúar til að standa straum af gríðarlegum launakostnaði.

"Félagið á miklar og góðar eignir á vellinum. Ég talaði við eigandann og hann vill ekki selja leikmenn nema þá hugsanlega til að kaupa aðra betri í staðinn. Ég hef ekki hugmynd um hvað leikmenn hérna eru með í laun, það er ekki í mínum verkahring að hafa áhyggjur af því. Það er í höndum eigenda og framkvæmdastjóra," sagði Redknapp.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×