Enski boltinn

Eduardo gæti snúið aftur í nóvember

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eduardo er hér borinn af velli í leiknum í febrúar.
Eduardo er hér borinn af velli í leiknum í febrúar. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að góðar líkur séu á því að Króatinn Eduardo da Silva snúi aftur í knattspyrnuvöllinn strax í næsta mánuði.

Eduardo er 25 ára gamall og meiddist afar illa í leik Arsenal gegn Birmingham í febrúar síðastliðnum. Martin Taylor, leikmaður Birmingham, tæklaði hann með þeim afleiðingum að hann ökklabrotnaði og fór illa úr lið á ökklanum.

Tæklingin leik það illa út að Sky-sjónvarpsstöðin ákvað að endursýna ekki atvikið í beinu útsendingunni frá leiknum.

Sjálfur hafði Eduardo sagt að hann vonaðist til að snúa aftur fyrir jól en Wenger hefur nú gefið til kynna að það gæti verið fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×