Lífið

Þórarinn og Óskar í pottinum

Þórarinn Eldjárn borgarlistamaður Reykjavíkur í heita pottinum í Breiðholtslaug í fyrramálið. Breiðholtsdagar hefjast á morgun.
Þórarinn Eldjárn borgarlistamaður Reykjavíkur í heita pottinum í Breiðholtslaug í fyrramálið. Breiðholtsdagar hefjast á morgun.

Breiðholtsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í sjötta sinn í næstu viku. Að þessu sinni nær dagskráin til heillar viku frá mánudeginum 15. september til laugardagsins 20. september.

Í tilkynningu segir að markmið Breiðholtsdaga er að stuðla að aukinni samheldni, samveru og hverfisvitund íbúa þar sem fólk á öllum aldri kemur saman á ýmsum stöðum til að auðga andann og skemmta sér á jákvæðan og uppbygglegan hátt.

Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff verða sérstakir gestir hátíðarinnar og setur Ólafur Ragnar hátíðina á mánudaginn og opnar um leið málverkasýningu heyrnalausra myndlistarmanna í Félagsmiðstöðinni Árskógum.

Meðal dagskráliða er daglegt pottakaffi í Breiðholtslaug. Sérstakur gestur verður þar á hverjum morgni og meðal þeirra eru Þórarinn Eldjárn, borgarlistamaður Reykjavíkur, og Óskar Bergsson, formaður borgarráðs.

Dagskrá Breiðholtsdaga er hægt að skoða hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.