Lífið

Íslenskur fatahönnuður í öðru sæti í hönnunarkeppni á dönsku tískuvikunni

Kjóll úr smiðju Laufeyjar
Kjóll úr smiðju Laufeyjar

„Ég lenti bara í öðru sæti mér til mikillar undrunar," segir Laufey Jónsdóttir, fatahönnuður, en hún varð í öðru sæti í hönnunarkeppninni Designers Nest á nýafstaðinni tískuviku í Danmörku.

29 hönnuðir frá sjö hönnunarskólum á Norðurlöndunum tóku þátt í keppninni og sýndu föt sín á tískusýningum í Oksnehallen og á Ráðhústorginu. Joonas Saari frá University of Art and Design í Helsinki varð hlutskarpastur.

Laufey útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands í fyrra og hefur síðan unnið að ýmsum verkefnum samhliða undirbúningi að línunni sinni. Hún segir línuna innblásna af íþróttafatnaði frá 6 áratugnum. Fölir pastellitir einkenna línuna, og segir Laufey þá vera innblásna af litunum í gömlum ljósmyndum frá tímabilinu. Þrívíð form skreyta flíkurnar, en Laufey hefur þróað sérstaka tækni þar sem mörg lög af efnum eru saumuð saman til að mynda formin.

Að lenda í sæti í svona keppni getur að sögn Laufeyjar haft mikil áhrif á framhaldið. Þá skipti það að fá umsögn dómaranna miklu máli þegar kemur að því að ákveða hvað hún geri næst. Hún segir einnig að fjöldi fólks hafi sýnt línunni áhuga. „Það hjálpar manni að sækja um vinnu seinna meir að fólk í bransanum þarna úti þekki keppnina eða hafi jafnvel séð línuna mína þar." segir Laufey að lokum.



Föt Laufeyjar má skoða á Myspace síðu hennar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.