Íslendingar komast í gegnum erfiðleikana 27. maí 2008 20:23 Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði við eldhúsdagsumræður á Alþingi í dag að Íslendingar hefðu áður staðið frammi fyrir áföllum og komist í gegnum þau og það myndi þjóðin einnig gera núna. Hann ætti von á að erfiðleikarnir myndu víkja fyrir betri tíð. Ráðherra gerði að umtalsefni sínu aðgerðir ríkisstjórnarinnar á fyrsta ári hennar. Sagði hann ríkisstjórnina hafa lagt fram mikinn fjölda þingmála og 80 prósent þeirra mála sem kveðið væri á um í stjórnarsáttsmála væru fullafgreidd eða komin í ákveðinn farvegi. Minnti Geir þar á stefnumarkandi mál í orkugeira, menntamálum og heilbrigðismálum. Geir sagði að íslenska þjóðarbúið hefði orðið fyri ófyrirsjáalegum búsfijum vegna undirmálslána í Bandaríkjunum. Um leið hefði verð á ýmsum nauðsynjum á alþjóðamarkaði hækkað. Lausafjárskortur og almennt versnandi staða hefði leitt til þess að bankarnir hefðu dregið úr útlánum. Gengið hefði enn fremur lækkað meira en búist hefði verið við. Auknar opinberar framkvæmdir á þessu ári Ráðherra sagði að nú sæi fyrir endann á viðamiklum framkvæmdum, bæði uppbyggingu stóriðju og nýbygginga. Óhjákvæmilega myndi hægja á hjólum íslensks efnahagslífs á næstunni. Því hefði ríkisstjórnin ákveðið að auka opinberar framkvæmdir á þessu ári og það ætti eftir að koma sér vel síðar á árinu. Markmið ríkisstjórnarinnar væri að ekki yrði mikill samdráttur og mikið atvinnuleysi hér á landi en vinna að því kallaði á samráð allra aðila í samfélaginu sem þegar væri hafið. Þá sagði hann 500 milljarða króna lántökuheimild ríkissjóðs ekki vera til að fjármagna rekstur ríkissjóðs heldur auka gjaldeyrisforða Seðlabankans, varasjóðs landsmanna. Forsætisráðherra sagði kjarasamninga hafa verið hófstillta og þakkaði aðilum vinnumarkaðarins fyrir það. Rakti hann enn fremur aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að stuðla að þeim. Þá gerði hann varnarmál að umtalsefni og sagði Íslendinga hafa þurft að taka aukið frumkvæði í þeim málaflokki með brotthvarfi Bandaríkjahers. Það hefði verið gert enda tæki ríkisstjórnin alvarlega það hlutverk sitt að tryggja öryggi landsins. Geir sagði langan og erfiðan vetur að baki en hann ætti von á að bjartari tímar væru ekki langt undan. Íslenska þjóðin hefði áður staðið frammi fyrir áföllum og staðið þau af sér og það mydni hún einnig gera núna. Tengdar fréttir Efnahagsvandi fyrirsjáanlegur Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, flutti fyrstu ræðu á eldhúsdagsumræðum sem hófust rétt fyrir klukkan átta. 27. maí 2008 20:12 Nýir orkugjafar og nýsköpun eru framtíðin Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lagði áherslu á nýja orkugjafa og nýsköpun í landinu í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í kvöld. 27. maí 2008 20:46 Guðni sakar Geir um blekkingar Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú undir kvöld að ríkisstjórnin væri sundruð í mörgum málum og byggi við minnkandi tiltrú landsmanna. Hann vitnaði í sr. Bjarna Jónsson, fyrrverandi dómkirkjuprest. „Oft var þörf, en nú er nauðsyn að biðja fyrir ríkisstjórninni,“ sagði Guðni. 27. maí 2008 20:34 Segir ríkisstjórnina ósamstíga í mörgum málum Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði við eldhúsdagsumræður í kvöld að auka ætti þorskveiðarnar. Það væri samdóma álit þeirra manna sem hann hefði rætt við að ekki væri ástæða til að fara eftir þeim mörkum sem Hafrannsóknarstofnun hafi sett. 27. maí 2008 20:50 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði við eldhúsdagsumræður á Alþingi í dag að Íslendingar hefðu áður staðið frammi fyrir áföllum og komist í gegnum þau og það myndi þjóðin einnig gera núna. Hann ætti von á að erfiðleikarnir myndu víkja fyrir betri tíð. Ráðherra gerði að umtalsefni sínu aðgerðir ríkisstjórnarinnar á fyrsta ári hennar. Sagði hann ríkisstjórnina hafa lagt fram mikinn fjölda þingmála og 80 prósent þeirra mála sem kveðið væri á um í stjórnarsáttsmála væru fullafgreidd eða komin í ákveðinn farvegi. Minnti Geir þar á stefnumarkandi mál í orkugeira, menntamálum og heilbrigðismálum. Geir sagði að íslenska þjóðarbúið hefði orðið fyri ófyrirsjáalegum búsfijum vegna undirmálslána í Bandaríkjunum. Um leið hefði verð á ýmsum nauðsynjum á alþjóðamarkaði hækkað. Lausafjárskortur og almennt versnandi staða hefði leitt til þess að bankarnir hefðu dregið úr útlánum. Gengið hefði enn fremur lækkað meira en búist hefði verið við. Auknar opinberar framkvæmdir á þessu ári Ráðherra sagði að nú sæi fyrir endann á viðamiklum framkvæmdum, bæði uppbyggingu stóriðju og nýbygginga. Óhjákvæmilega myndi hægja á hjólum íslensks efnahagslífs á næstunni. Því hefði ríkisstjórnin ákveðið að auka opinberar framkvæmdir á þessu ári og það ætti eftir að koma sér vel síðar á árinu. Markmið ríkisstjórnarinnar væri að ekki yrði mikill samdráttur og mikið atvinnuleysi hér á landi en vinna að því kallaði á samráð allra aðila í samfélaginu sem þegar væri hafið. Þá sagði hann 500 milljarða króna lántökuheimild ríkissjóðs ekki vera til að fjármagna rekstur ríkissjóðs heldur auka gjaldeyrisforða Seðlabankans, varasjóðs landsmanna. Forsætisráðherra sagði kjarasamninga hafa verið hófstillta og þakkaði aðilum vinnumarkaðarins fyrir það. Rakti hann enn fremur aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að stuðla að þeim. Þá gerði hann varnarmál að umtalsefni og sagði Íslendinga hafa þurft að taka aukið frumkvæði í þeim málaflokki með brotthvarfi Bandaríkjahers. Það hefði verið gert enda tæki ríkisstjórnin alvarlega það hlutverk sitt að tryggja öryggi landsins. Geir sagði langan og erfiðan vetur að baki en hann ætti von á að bjartari tímar væru ekki langt undan. Íslenska þjóðin hefði áður staðið frammi fyrir áföllum og staðið þau af sér og það mydni hún einnig gera núna.
Tengdar fréttir Efnahagsvandi fyrirsjáanlegur Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, flutti fyrstu ræðu á eldhúsdagsumræðum sem hófust rétt fyrir klukkan átta. 27. maí 2008 20:12 Nýir orkugjafar og nýsköpun eru framtíðin Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lagði áherslu á nýja orkugjafa og nýsköpun í landinu í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í kvöld. 27. maí 2008 20:46 Guðni sakar Geir um blekkingar Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú undir kvöld að ríkisstjórnin væri sundruð í mörgum málum og byggi við minnkandi tiltrú landsmanna. Hann vitnaði í sr. Bjarna Jónsson, fyrrverandi dómkirkjuprest. „Oft var þörf, en nú er nauðsyn að biðja fyrir ríkisstjórninni,“ sagði Guðni. 27. maí 2008 20:34 Segir ríkisstjórnina ósamstíga í mörgum málum Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði við eldhúsdagsumræður í kvöld að auka ætti þorskveiðarnar. Það væri samdóma álit þeirra manna sem hann hefði rætt við að ekki væri ástæða til að fara eftir þeim mörkum sem Hafrannsóknarstofnun hafi sett. 27. maí 2008 20:50 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Efnahagsvandi fyrirsjáanlegur Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, flutti fyrstu ræðu á eldhúsdagsumræðum sem hófust rétt fyrir klukkan átta. 27. maí 2008 20:12
Nýir orkugjafar og nýsköpun eru framtíðin Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lagði áherslu á nýja orkugjafa og nýsköpun í landinu í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í kvöld. 27. maí 2008 20:46
Guðni sakar Geir um blekkingar Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú undir kvöld að ríkisstjórnin væri sundruð í mörgum málum og byggi við minnkandi tiltrú landsmanna. Hann vitnaði í sr. Bjarna Jónsson, fyrrverandi dómkirkjuprest. „Oft var þörf, en nú er nauðsyn að biðja fyrir ríkisstjórninni,“ sagði Guðni. 27. maí 2008 20:34
Segir ríkisstjórnina ósamstíga í mörgum málum Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði við eldhúsdagsumræður í kvöld að auka ætti þorskveiðarnar. Það væri samdóma álit þeirra manna sem hann hefði rætt við að ekki væri ástæða til að fara eftir þeim mörkum sem Hafrannsóknarstofnun hafi sett. 27. maí 2008 20:50