Innlent

Efnahagsvandi fyrirsjáanlegur

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, flutti fyrstu ræðu á eldhúsdagsumræðum sem hófust rétt fyrir klukkan átta.  Hann sagði að við blasti efnahagsvandi með samdrætti í atvinnugreinum og geigvænlegum viðskiptahalla. Kaupmáttarrýrnun væri fyrirsjáanleg. Því væri þörf á nýrri þjóðarsátt. Vandinn væri hins vegar sá að ríkisstjórnin neitaði að taka þátt í henni. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar ríghéldu í forréttindi sín. Þeir hefðu meiri áhuga á einkaþotum en hag almennings. Auðmenn og ríkisstjórnin létu almenningi það eftir að taka ábyrgð á þjóðarsáttinni.

Þá gagnrýndi Ögmundur ríkisstjórnina fyrir að vera ekki búinn að bregðast við gagnrýni á eftirlaunalög æðstu embættismanna með því að kynna breytingar á lögunum. Hann sagði málið snúast um það að stjórnmálamenn þyrftu að setja gott fordæmi. Slíkt væri aldrei smámál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×