Nýir orkugjafar og nýsköpun eru framtíðin 27. maí 2008 20:46 MYND/GVA Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lagði áherslu á nýja orkugjafa og nýsköpun í landinu í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í kvöld. Hann hafnaði þeim fullyrðingum Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, að ríkisstjórnin væri hölt og vísaði til stöðu Framsóknarflokksins á landsvísu. Þá sagði hann ríkisstjórnina hafa ráðist í mestu jöfnunaraðgerðir sem nokkur ríkisstjórn hefði ráðist í og tölurnar töluðu sínu málið. Aðgerðirnar myndu skila níu þúsund milljónum á ári til aldraðra, barna og öryrkja. Stjórnarsamstarf gengið vonum framar Össur sagði samstarf ríkisstjórnarflokkanna hafa gengið vonum framar og stjórnarliðar hefðu verið einhuga í verkum sínum þrátt fyrir einstaka núning. Forystumenn ríkisstjórnar hefðu sýnt styrk með því að glíma við vandann í efnahagslífinu af festu, þar á meðal með mótvægisaðgerðum vegna skerðingar og þorskkvóta. Verkefnið nú væri að kveða niður verðbógludrauginn og Íslendingum hefði alltaf borið gæfa til þess að snúa bökum saman í þeirri baráttu. Össur sagði að á undanförnum árum hefðu mestar deilur í samfélaginu risið um virkjanir og stóriðju. Ríkisstjórnin hefði reynt að ná sátt í þessum málum með ýmsum aðgerðum, meðal annars með því taka frá nokkra staði sem ekki yrði farið inn á og búa til stjórntæki til þess að tryggja að óspilltri náttúru verði ekki spillt. Sagðist hann telja að skapast væri breið samstaða um að auðlindir landsins mætti ekki selja og auðlindir yrðu í eigu sveitarstjórna og ríkisins. Þetta væri að mati hans eitt mikilvægasta mál sem komið hefði inn á Alþingi. Nýja atvinnulífið er framtíðin Þá sagði Össur að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir þróun orkugjafa í stað dýrs bensíns og olíu og að því væri unnið í iðnaðaráðuneytinu. Íslendingar hefðu ákveðið forskot í þessum efnum og ættu að gera sig klára fyrir orkuskipti á bíla og báta. Nefndi hann vetni, etanól og metanól í þeim efnum. Þá sagði hann nýja atvinnulífið framtíðina. Ríkisstjórnin hefði lagt mikla áherslu á að bæta aðstæður sprotafyrirtækja því þau væru framtíðin. Nefndi hann að á morgun ætti að tilkynna stofnun yfir fjögurra milljarða samráðssjóðs stjórnvalda og atvinnulífs sem styðja ætti sprotafyrirtæki. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lagði áherslu á nýja orkugjafa og nýsköpun í landinu í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í kvöld. Hann hafnaði þeim fullyrðingum Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, að ríkisstjórnin væri hölt og vísaði til stöðu Framsóknarflokksins á landsvísu. Þá sagði hann ríkisstjórnina hafa ráðist í mestu jöfnunaraðgerðir sem nokkur ríkisstjórn hefði ráðist í og tölurnar töluðu sínu málið. Aðgerðirnar myndu skila níu þúsund milljónum á ári til aldraðra, barna og öryrkja. Stjórnarsamstarf gengið vonum framar Össur sagði samstarf ríkisstjórnarflokkanna hafa gengið vonum framar og stjórnarliðar hefðu verið einhuga í verkum sínum þrátt fyrir einstaka núning. Forystumenn ríkisstjórnar hefðu sýnt styrk með því að glíma við vandann í efnahagslífinu af festu, þar á meðal með mótvægisaðgerðum vegna skerðingar og þorskkvóta. Verkefnið nú væri að kveða niður verðbógludrauginn og Íslendingum hefði alltaf borið gæfa til þess að snúa bökum saman í þeirri baráttu. Össur sagði að á undanförnum árum hefðu mestar deilur í samfélaginu risið um virkjanir og stóriðju. Ríkisstjórnin hefði reynt að ná sátt í þessum málum með ýmsum aðgerðum, meðal annars með því taka frá nokkra staði sem ekki yrði farið inn á og búa til stjórntæki til þess að tryggja að óspilltri náttúru verði ekki spillt. Sagðist hann telja að skapast væri breið samstaða um að auðlindir landsins mætti ekki selja og auðlindir yrðu í eigu sveitarstjórna og ríkisins. Þetta væri að mati hans eitt mikilvægasta mál sem komið hefði inn á Alþingi. Nýja atvinnulífið er framtíðin Þá sagði Össur að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir þróun orkugjafa í stað dýrs bensíns og olíu og að því væri unnið í iðnaðaráðuneytinu. Íslendingar hefðu ákveðið forskot í þessum efnum og ættu að gera sig klára fyrir orkuskipti á bíla og báta. Nefndi hann vetni, etanól og metanól í þeim efnum. Þá sagði hann nýja atvinnulífið framtíðina. Ríkisstjórnin hefði lagt mikla áherslu á að bæta aðstæður sprotafyrirtækja því þau væru framtíðin. Nefndi hann að á morgun ætti að tilkynna stofnun yfir fjögurra milljarða samráðssjóðs stjórnvalda og atvinnulífs sem styðja ætti sprotafyrirtæki.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira