Innlent

Guðni sakar Geir um blekkingar

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson.

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú undir kvöld að ríkisstjórnin væri sundruð í mörgum málum og byggi við minnkandi tiltrú landsmanna. Hann vitnaði í sr. Bjarna Jónsson, fyrrverandi dómkirkjuprest. „Oft var þörf, en nú er nauðsyn að biðja fyrir ríkisstjórninni," sagði Guðni.

Guðni sagði að Geir Haarde forsætisra viðhefði blekkingar þegar að hann fullyrti að ríkisstjórnin væri búin að efna 80% af sínum stefnumálum. Þá gagnrýndi hann aðgerðarleysi í efnahagsmálum og sagði að nauðsynlegt væri að berjast gegn verðbólgunni.

Þá sagði Guðni að loforð við kennara og umönnunarstéttir um að bæta kjör þeirra hefðu verið svikin. Hann benti jafnframt á að bætur til öryrkja hefði ekki fylgt þróun verðlags.

Loks sagði Guðni að mikilvægt væri að verja Íbúðalánasjóð. Mikilvægi hans hefði sannað sig að undanförnu. Guðni benti á að 90% þjóðarinnar væri sammála þeirri skoðun framsóknarflokksins að standa beri vörð um sjóðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×