Innlent

Þrír Pólverjar sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur

Maðurinn lést í húsi við Frakkastíg í sumar.
Maðurinn lést í húsi við Frakkastíg í sumar.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þrjá pólska karlmenn af ákæru fyrir að hafa látið fyrir farast að koma landa sínum undir læknishendur. Maðurinn veiktist lífshættulega mánudaginn 9. júní 2008 eftir að hafa hlotið höfuðhögg við fall þar sem hann var, ásamt mönnunum þremur, á Frakkastíg í Reykjavík. Maðurinn var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús að morgni þriðjudagsins 10. júní 2008 þar sem hann lést sex dögum síðar af völdum áverka sem hann hlaut við höfuðhöggið.

Ákæruvaldið taldi brot mannanna varða við grein í almennum hegningarlögum þar sem lögð er refsing við því að koma manni, sem staddur er í lífsháska, ekki til hjálpar, ef hægt er að gera það án þess að stofna sjálfum sér eða öðrum í háska. Dómurinn taldi hins vegar ósannað að mönnunum hafi mátt vera ljóst að kvöldi mánudagsins 9. júní 2008 að ástand hins látna hafi verið lífshættulegt og hann því í lífsháska. Þrátt fyrir að þeir vissu að hann hefði fallið í gólfið hafi hann engin merki borið um áverka og hafi auk þess verið verulega ölvaður, sem hefði mátt skýra meðvitundarleysi hans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×