Erlent

Erlendir fjölmiðlar fjalla mikið um lántökuna frá IMF

Víða er fjallað um lántöku Íslendinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í erlendum miðlum. Flestir gera þau nokkuð úr því að Ísland sé fyrsta vestræna ríkið sem fær lán frá sjóðnum frá árinu 1976. Á vefsíðu Economist er því velt upp hvaða fyrrum kommúnistaríki verði það fyrsta til að fylgja á eftir Íslendingum og leita á náðir sjóðins. Vitað er að Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Serbía og Úkraína hafa þegar sett sig í samband við sjóðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×