Innlent

Glitnismenn mættir í Ráðherrabústaðinn

Ráðherrabústaðurinn nú undir kvöld.
Ráðherrabústaðurinn nú undir kvöld.

Fulltrúar Glitnis, Sigurður G. Guðjónsson, Lárus Welding og Þorsteinn Már Baldvinsson voru að mæta í Ráðherrabústaðinn rétt í þessu. Þar er jafnframt saman komin öll ríkisstjórnin til að ræða við þá, en forsvarsmenn hagsmunasamtaka atvinnulífsins gengu af fundi þeirra um níuleytið, eftir um klukkustundarlangan fund. Þeir vildu lítið segja um gang mála í viðræðum þeirra við ríkisstjórnina.

Á fundi ríkisstjórnarinnar og Glitnismanna er jafnframt Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×