Íslenski boltinn

Jóhannes: Ég gaf Dennis gult

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Valgeirsson lyftir gula spjaldinu á loft fyrr í sumar.
Jóhannes Valgeirsson lyftir gula spjaldinu á loft fyrr í sumar. Mynd/Anton

Jóhannes Valgeirsson, dómari leiks FH og Vals, staðfestir að Dennis Siim hafi fengið áminningu í leiknum sem þýðir að hann átti að vera í banni í leik Keflavíkur og FH í gær.

„Ég gaf honum gult og setti það inn í skýrsluna mína," sagði Jóhannes. „En það var ekki ég sem setti skýrsluna inn á netið, ég sendi bara mitt eintak til KSÍ."

Vinnuferlið er yfirleitt það að heimaliðið, í þessu tilfelli FH, setur inn skýrslu á heimasíðu KSÍ sem verður svo yfirfarin og staðfest. Mistökin liggja því hjá KSÍ þar sem röng skýrsla var staðfest sem rétt.

„Þetta eru því væntanlega einfaldlega mannleg mistök við innsláttinn," sagði Jóhannes.

Fjallað var um þetta í Landsbankamörkunum á Stöð 2 Sporti í gær og sagði Jóhannes að honum hefði verið brugðið þegar hann heyrði þetta.

„Ég stökk beint í tölvuna og ætlaði bara ekki að trúa því hvað hafði gerst. Ég hefði þess vegna getað farið línuvillt sem getur alltaf gerst. En ég átti afrit af skýrslunni og sá að þetta var rétt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×