Innlent

Kominn úr öndunarvél og á batavegi

MYND/GVA

Tíu ára drengur sem slasaðist talsvert þegar hann féll átta til tíu metra fram af klettabrún um helgina er á batavegi.

Drengurinn var á veiðum með föður sínum í Svínadal í Reyðarfirði þegar slysið varð. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur lagður inn á gjörgæsludeild. Sem fyrr segir er drengurinn nú á batavegi og er hann kominn úr öndunarvél. Hann liggur hins vegar enn á gjörgæsludeild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×