Innlent

Tekinn með fíkniefni og þýfi í Borgarnesi

Frá Borgarnesi
Frá Borgarnesi

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði ökumann sem var á ferðinni í nótt. Maðurinn var grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna og við nánari athugun kom í ljós að hann hafði einnig fíkniefni undir höndum og ætlað þýfi.

Ekki var um mikið magn fíkniefna að ræða, nokkur grömm, en hann hafði nokkuð af svokölluðum íblöndunarefnum og tól og tæki til fíkniefnadreifingar.

Um aðkomumann er að ræða, en hann er vestan af Snæfellsnesi samkvæmt upplýsingum lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×