Lífið

Nýjir aðilar hafa bæst í eigendahóp ÍNN og fleiri á leiðinni, segir Ingvi Hrafn

Ingvi Hrafn Jónsson og Randver Þorláksson leikari. MYND/Vísir.
Ingvi Hrafn Jónsson og Randver Þorláksson leikari. MYND/Vísir.

Þáttargerðarmenn og starfsfólk ÍNN fögnuðu frábærum árangri stöðvarinnar á dögunum en ÍNN hefur sannarlega hasslað sér völl í íslensku sjónvarpsflórunni.

„Þættirnir Mér finnst, Hrafnaþing, Í kallfæri, Í nærveru sálar, Guðni af lífi og sál, Ármann á Alþingi svo nokkrir sé nefndir hafa allir eignast stóran hóp áhorfenda og ÍNN sannað sig sem miðilinn, þar sem tími er nægur til að brjóta mál til mergjar, öfugt við tímapressu Kastljóss og Íslands í dag," segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri þegar Vísir hefur samband í tilefni af sumargleði stöðvarinnar.

„Nýjir aðilar hafa bæst í eigendahóp ÍNN og fleiri á leiðinni, sem mun tryggja stóreflda dagskrárgerð næsta vetur. Dagskrárgerð heldur áfram á fullu í sumar í bland við endurfluttar perlur vetrarins. Á örlagatímum í efnahags og stjórnmálum ætlar ÍNN sér verðugan sess sem framúrskarandi spegill þjóðlífsins, sem ekkert er óviðkomandi," segir Ingvi Hrafn að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.