Lífið

Fyrstu myndir Ásdísar Ránar fyrir Milljón dollara módelleitina

MYND/Saavy.com
Vefsíðan Saavy.com hefur birt fyrstu myndirnar og kynningarmyndbandið af Ásdísi Rán fyrir The Million Dollar Model Search raunveruleikaþáttinn. Ljóst að hinar stúlkurnar ellefu í þáttunum munu eiga við ramman reip að draga, en aðdáendur Ásdísar fara afar fögrum orðum um myndirnar í athugasemdakerfi síðunnar. Einn lýsir Ásdísi til dæmis sem holdi klæddri fullkomnun.

Ljósmyndarinn Marcel Indik tók myndirnar í Kaliforníu á dögunum þegar Ásdís var í frægri ferð sinni um fylkið, þar sem hún fór meðal annars í partý í sjálfu Playboy setrinu.

Myndirnar og myndbandið má skoða hér, og lesa meira af ævintýrum Ásdísar á blogginu hennar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.