Enska knattspyrnusambandið mun hrinda af stað rannsókn vegna ólátanna á leik Sunderland og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Leiknum lauk með 2-1 sigri Sunderland en félögin eru grannar og erkifjendur. Stuðningsmönnum liðanna var því heitt í hamsi á leiknum í gær.
Tveir stuðningsmenn Sunderland hlupu inn á völlinn til Shay Given, markvarðar Newcastle, á meðan leiknum stóð. Þá rigndi smápeningum yfir Joey Barton er hann hitaði upp á hliðarlínunni.
Eftir leikinn lenti stuðningsmönnum saman og hlupu sumir þeirra inn á völlinn.
29 manns voru handteknir eftir leikinn í gær. Einn lögreglumaður brotnaði á úlnliði í átökunum.
Óspektir til rannsóknar
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti




„Þetta var bara út um allt“
Fótbolti




„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn
