Redknapp til Tottenham í stað Ramos Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2008 10:36 Redknapp er hér með Tony Adams, aðstoðarmanni sínum hjá Portsmouth. Hann sagði ljóst að Adams myndi ekki fylgja sér til Tottenham enda mikill Arsenal-maður. Nordic Photos / Getty Images Juande Ramos var í gærkvöldi rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Tottenham og skömmu síðar var Harry Redknapp ráðinn í stöðuna. Hann hættir því hjá Portsmouth. Forráðamenn Tottenham ákváðu einnig að víkja þeim Damien Comolli, yfirmanni íþróttamála, auk þjálfaranna Gus Poyet og Marcos Alvarez. Eftir því sem Redknapp segir fær Portsmouth um fimm milljónir punda fyrir að leysa sig undan samningi sínum við félagið. „Þetta er frábært tækifæri til að stýra stórum klúbbi áður en ég hætti þjálfun," sagði Redknapp sem er 61 árs gamall. Tottenham hefur gengið skelfilega það sem af er tímabilinu og aðeins fengið tvö stig úr fyrstu átta leikjunum. Liðið tapaði einnig fyrir Udinese í UEFA-bikarkeppninni í vikunni. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, sendi frá sér yfirlýsingu um málið í morgun. „Ég hef þurft að taka nokkrar mjög erfiðar ákvarðanir. Það var ekki auðvelt að segja knattspyrnustjóranum og aðstoðarmönnum þeirra upp störfum." „Hins vegar komust ég og stjórnin að þessari niðurstöðu þar sem liðið hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki síðan við unnum deildarbikarkeppnina í febrúar og auk þess byrjað skelfilega í deildinni í haust." Levy boðaði breytta tíma í stjórn liðsins og sagði ljóst að kunnátta Redknapp á leikmannamarkaðnum kæmi félaginu að góðum notum þegar félagaskiptaglugginn opnar um næstu áramót. „Stjórnarformaðurinn veit vel að við þurfum að bæta okkur á nokkrum sviðum og er ég að skoða þá möguleika sem okkur standa til boða," sagði Redknapp. „Hins vegar er aðalatriðið að fá það mesta sem við getum úr þeim leikmönnum sem eru fyrir hjá félaginu. Þeir eru nokkrir góðir sem hafa ekki staðið sig eins vel og þeir geta." „Ef þeir spila eins og þeir eiga að sér þá hef ég engar áhyggjur." Redknapp sagði einnig að það hefði verið erfitt að fara frá Portsmouth en að Tottenham hafi gert félaginu sem hefði verið erfitt að hafna. „Félagið gat ekki selt neinn leikmann í félagaskiptaglugganum þannig að það ákvað að selja knattspyrnustjórann," sagði Redknapp. Miklar breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópi Tottenham á þessu ári. Robbie Keane, Dimitar Berbatov og Jermain Defoe voru allir seldir og þá keypti Ramos leikmenn fyrir um 60 milljónir punda í sumar. Þeirra á meðal eru Luka Modric, David Bentley, Roman Pavlyuchenko og Heurelho Gomes. Hermann Hreiðarsson er á mála hjá Portsmouth. Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Juande Ramos var í gærkvöldi rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Tottenham og skömmu síðar var Harry Redknapp ráðinn í stöðuna. Hann hættir því hjá Portsmouth. Forráðamenn Tottenham ákváðu einnig að víkja þeim Damien Comolli, yfirmanni íþróttamála, auk þjálfaranna Gus Poyet og Marcos Alvarez. Eftir því sem Redknapp segir fær Portsmouth um fimm milljónir punda fyrir að leysa sig undan samningi sínum við félagið. „Þetta er frábært tækifæri til að stýra stórum klúbbi áður en ég hætti þjálfun," sagði Redknapp sem er 61 árs gamall. Tottenham hefur gengið skelfilega það sem af er tímabilinu og aðeins fengið tvö stig úr fyrstu átta leikjunum. Liðið tapaði einnig fyrir Udinese í UEFA-bikarkeppninni í vikunni. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, sendi frá sér yfirlýsingu um málið í morgun. „Ég hef þurft að taka nokkrar mjög erfiðar ákvarðanir. Það var ekki auðvelt að segja knattspyrnustjóranum og aðstoðarmönnum þeirra upp störfum." „Hins vegar komust ég og stjórnin að þessari niðurstöðu þar sem liðið hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki síðan við unnum deildarbikarkeppnina í febrúar og auk þess byrjað skelfilega í deildinni í haust." Levy boðaði breytta tíma í stjórn liðsins og sagði ljóst að kunnátta Redknapp á leikmannamarkaðnum kæmi félaginu að góðum notum þegar félagaskiptaglugginn opnar um næstu áramót. „Stjórnarformaðurinn veit vel að við þurfum að bæta okkur á nokkrum sviðum og er ég að skoða þá möguleika sem okkur standa til boða," sagði Redknapp. „Hins vegar er aðalatriðið að fá það mesta sem við getum úr þeim leikmönnum sem eru fyrir hjá félaginu. Þeir eru nokkrir góðir sem hafa ekki staðið sig eins vel og þeir geta." „Ef þeir spila eins og þeir eiga að sér þá hef ég engar áhyggjur." Redknapp sagði einnig að það hefði verið erfitt að fara frá Portsmouth en að Tottenham hafi gert félaginu sem hefði verið erfitt að hafna. „Félagið gat ekki selt neinn leikmann í félagaskiptaglugganum þannig að það ákvað að selja knattspyrnustjórann," sagði Redknapp. Miklar breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópi Tottenham á þessu ári. Robbie Keane, Dimitar Berbatov og Jermain Defoe voru allir seldir og þá keypti Ramos leikmenn fyrir um 60 milljónir punda í sumar. Þeirra á meðal eru Luka Modric, David Bentley, Roman Pavlyuchenko og Heurelho Gomes. Hermann Hreiðarsson er á mála hjá Portsmouth.
Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira