Lífið

Sofandi undir stýri með úrval eiturlyfja

„Shit happens“!
„Shit happens“! MYND/Getty
Það virðist einhverskonar manndómsvígsla í Hollywood að vera tekinn með eiturlyf. Helst undir stýri, og með nokkrar tegundir.

CSI leikarinn Gary Dourdan bauð upp í nýja og ferska nálgun á þetta gamla minni í gær. Hann var handtekinn í Palm Springs í morgunsárið, sofandi í bíl sínum. Við leit fundust heróín, kókaín, alsæla og lyfseðilsskyld lyf.

Dourdan var fluttur í fangelsið í Palm Springs, þar sem hann var síðar látinn laus gegn fimm þúsund dollara tryggingu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.