Lífið

Stjörnusminka á leið til Hollywood

Elín Reynisdóttir stjörnusminka ásamt Kolbrúnu Maríu dóttur sinni.
Elín Reynisdóttir stjörnusminka ásamt Kolbrúnu Maríu dóttur sinni.

„Ég er að fara til Los Angeles 19. júní á risa Make up artist show sem er stór förðunarsýning á heimsmælikvarða sem er haldin einu sinni á ári," svarar Elín Reynisdóttir einn af förðunarfræðingum Sjónvarpsins og ein vinsælasta sminka landsins, þegar Vísir spyr hana frétta.

Ragnhildur Steinunn er vinkona Elínar. Hún er stödd í Hollywood.

„Þetta er þvílíkt spennandi. Ég kem heim með allar nýjungarnar í förðun. Ég fer með nokkrum stelpum en ég hef ekki farið til Los Angeles síðan ég bjó þar fyrir fimmtán árum og núna er ég svo spennt að ég bara trúi þessu ekki."

„Sjónvarpskonurnar Ragnhildur Steinunn og Sigrún Ósk eru farnar út og bíða eftir mér."

Sjá heimasíðu sýningarinnar í LA hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.