Innlent

Ríflega 360 kaupsamningum þinglýst í september

Rílfega 360 kaupsamningum um fasteignir var þinglýst við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í september síðastliðnum samkvæmt tölum á vef Fasteignamats ríksisins.

Þar kemur fram að heildarveltan hafi numi 11,3 miljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 31,2 milljónir króna. Kaupsamningum í september fjölgaði um fjórðung miðað við mánuðinn á undan en kaupsamningarnir voru 290 í ágúst. Þá jókst veltan um fimmtung.

Hins vegar eru kaupsamningarnir í september í ár 61 prósenti færri en í sama mánuði í fyrra og veltan minnkar um nærri 64 prósent. Þá reyndust kaupsamningarnir vera 928 og veltan 31 milljarður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×