Enski boltinn

Beye sleppur við bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rob Styles liftir hér rauða spjaldinu á loft.
Rob Styles liftir hér rauða spjaldinu á loft. Nordic Photos / Getty Images

Habib Beye verður ekki dæmdur í leikbann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik Newcastle og Manchester City á mánudaginn.

Newcastle áfrýjaði dóminum en sjónvarpsupptökur sýndu að Beye hafði farið í boltann þegar Rob Styles dæmdi hann brotlegan.

Til stóð að dæma hann í eins leiks bann en hann er nú gjaldgengur í lið Newcastle sem mætir Sunderland um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×