Lífið

Lilly heldur að einhverju hafi verið laumað í drykkinn sinn

Lilly var öllu frísklegri á listasýningunni í gær.
Lilly var öllu frísklegri á listasýningunni í gær. MYND/Getty
Söngkonan Lilly Allen, sem var borin öfurölvi út af verðlaunaafhendingu Glamour-tímaritsins á þriðjudagskvöldið, er komin með skýringu á því hví fór sem fór.

Allen var mætt aftur með bleika hárið og stuðið á listasýningu í London í gær. Þar heyrðist hún ræða við vinkonu sína um mögulegar ástæður ölvunarinnar, sem merkilegt nokk tengdust áfengi lítið. Samkvæmt Daily Mail sagði söngkonan að hún teldi einhverju hafa verið laumað í drykkinn sinn, þar sem hún myndi ekkert eftir kvöldinu, þrátt fyrir að vera þaulreyndur drykkjubolti.

Að sögn viðstaddra nýtti Lilly sér fríar veitingarnar í boðinu ótæpilega. Um mitt samkvæmið brá hún sér á salernið, en þegar hún kom út aftur gat hún varla staðið í lappirnar. Öryggisverðir báru hana út í bíl og sendu hana heim. Hún var þó ekki á þeim buxunum að endurtaka leikinn á listasýningunni og mætti því á eigin bíl.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.