Framtíð Glanna Glæps óráðin 23. júní 2008 09:00 Stefán Karl var meðal áhorfenda á Torrey Pines-vellinum þegar Tiger Woods setti niður fugl á Opna bandaríska og tryggði sér bráðabana sem hann vann síðan. „Framlagi mínu til Latabæjar er lokið í bili og framhaldið er algjörlega óráðið. Sem stendur er ekki til neinn samningur milli mín og Latabæjar og því er þetta ekki í mínum höndum heldur fyrirtækisins,“ segir Stefán Karl Stefánsson, sem er nýbúinn að leika Glanna Glæp í nýjustu Latabæjarseríunni. Upphaflega stóð ekki til að framhald yrði á sjónvarpsþáttunum eftir síðustu þáttaröð en vegna mikillar eftirspurnar erlendis var ákveðið að ráðast í gerð nýrrar þáttaraðar, sem verður þó ekki með hefðbundnu Latabæjar-sniði. „Nei, þarna er meira gert út á að ná til neytandans, þættirnir eiga að stuðla að virkari þátttöku áhorfenda.“ Stefán Karl útilokar ekki að þetta hafi verið í síðasta sinn sem hann skellir hinni risavöxnu höku á sig. „Það er bara ekki í mínum höndum að ákveða það,“ segir Stefán Karl. Eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir nokkru var Stefán Karl fenginn til að leika The Grinch í ansi stórri leiksýningu í Bandaríkjunum. Þá stóð til að hún yrði sett upp á Broadway en að sögn Stefáns hefur verið fallið frá því í bili. Nú sé verið að skoða Baltimore og Boston og jafnvel Los Angeles á næsta ári. Enn sem fyrr segir Stefán að þetta sé ekki hans að ákveða, framhaldið sé í höndunum á umboðsmanni hans og lögfræðingi. Stóri sigurinn vannst hins vegar fyrir nokkru en þá fengu þau Stefán Karl og Steinunn Ólína, eiginkona hans, græna kortið. Þau hafa hingað til verið með bráðabirgðaleyfi en græna kortið gefur þeim mun meira frelsi. „Núna getur maður kannski fyrst farið að njóta þess að vera hérna úti og skoðað aðeins hvað það er sem maður vill virkilega gera hérna,“ útskýrir Stefán en hann segir umsóknarferlið hafa tekið þrjú ár og verið frekar strembið. „Þetta var naflaskoðun. Maður er spurður hvaða pólitísku skoðanir maður hefur, um trúarskoðanir og svo framvegis og svo framvegis. Ég er bara feginn að þessu sé loksins lokið,“ segir Stefán. Leikarinn fékk reyndar draum sinn uppfylltan í vikunni þegar hann var viðstaddur US Open-golfmótið en golfbakterían hefur náð öllum tökum á honum. „Ég stóð fimmtán metra fyrir aftan Tiger Woods þegar hann náði fugla-púttinu á átjándu á sunnudeginum og tryggði sér sæti í bráðabana. Ég nennti ekki alveg að fara á mánudeginum og fylgjast með bráðabananum því mér skildist að tæplega þrjátíu þúsund áhorfendur ætluðu að fylgja þeim,“ segir Stefán en þessu atviki á Torrey Pines hefur verið lýst sem einu af fimm mögnuðustu atvikum í golfsögunni.- fgg Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
„Framlagi mínu til Latabæjar er lokið í bili og framhaldið er algjörlega óráðið. Sem stendur er ekki til neinn samningur milli mín og Latabæjar og því er þetta ekki í mínum höndum heldur fyrirtækisins,“ segir Stefán Karl Stefánsson, sem er nýbúinn að leika Glanna Glæp í nýjustu Latabæjarseríunni. Upphaflega stóð ekki til að framhald yrði á sjónvarpsþáttunum eftir síðustu þáttaröð en vegna mikillar eftirspurnar erlendis var ákveðið að ráðast í gerð nýrrar þáttaraðar, sem verður þó ekki með hefðbundnu Latabæjar-sniði. „Nei, þarna er meira gert út á að ná til neytandans, þættirnir eiga að stuðla að virkari þátttöku áhorfenda.“ Stefán Karl útilokar ekki að þetta hafi verið í síðasta sinn sem hann skellir hinni risavöxnu höku á sig. „Það er bara ekki í mínum höndum að ákveða það,“ segir Stefán Karl. Eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir nokkru var Stefán Karl fenginn til að leika The Grinch í ansi stórri leiksýningu í Bandaríkjunum. Þá stóð til að hún yrði sett upp á Broadway en að sögn Stefáns hefur verið fallið frá því í bili. Nú sé verið að skoða Baltimore og Boston og jafnvel Los Angeles á næsta ári. Enn sem fyrr segir Stefán að þetta sé ekki hans að ákveða, framhaldið sé í höndunum á umboðsmanni hans og lögfræðingi. Stóri sigurinn vannst hins vegar fyrir nokkru en þá fengu þau Stefán Karl og Steinunn Ólína, eiginkona hans, græna kortið. Þau hafa hingað til verið með bráðabirgðaleyfi en græna kortið gefur þeim mun meira frelsi. „Núna getur maður kannski fyrst farið að njóta þess að vera hérna úti og skoðað aðeins hvað það er sem maður vill virkilega gera hérna,“ útskýrir Stefán en hann segir umsóknarferlið hafa tekið þrjú ár og verið frekar strembið. „Þetta var naflaskoðun. Maður er spurður hvaða pólitísku skoðanir maður hefur, um trúarskoðanir og svo framvegis og svo framvegis. Ég er bara feginn að þessu sé loksins lokið,“ segir Stefán. Leikarinn fékk reyndar draum sinn uppfylltan í vikunni þegar hann var viðstaddur US Open-golfmótið en golfbakterían hefur náð öllum tökum á honum. „Ég stóð fimmtán metra fyrir aftan Tiger Woods þegar hann náði fugla-púttinu á átjándu á sunnudeginum og tryggði sér sæti í bráðabana. Ég nennti ekki alveg að fara á mánudeginum og fylgjast með bráðabananum því mér skildist að tæplega þrjátíu þúsund áhorfendur ætluðu að fylgja þeim,“ segir Stefán en þessu atviki á Torrey Pines hefur verið lýst sem einu af fimm mögnuðustu atvikum í golfsögunni.- fgg
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira