Framtíð Glanna Glæps óráðin 23. júní 2008 09:00 Stefán Karl var meðal áhorfenda á Torrey Pines-vellinum þegar Tiger Woods setti niður fugl á Opna bandaríska og tryggði sér bráðabana sem hann vann síðan. „Framlagi mínu til Latabæjar er lokið í bili og framhaldið er algjörlega óráðið. Sem stendur er ekki til neinn samningur milli mín og Latabæjar og því er þetta ekki í mínum höndum heldur fyrirtækisins,“ segir Stefán Karl Stefánsson, sem er nýbúinn að leika Glanna Glæp í nýjustu Latabæjarseríunni. Upphaflega stóð ekki til að framhald yrði á sjónvarpsþáttunum eftir síðustu þáttaröð en vegna mikillar eftirspurnar erlendis var ákveðið að ráðast í gerð nýrrar þáttaraðar, sem verður þó ekki með hefðbundnu Latabæjar-sniði. „Nei, þarna er meira gert út á að ná til neytandans, þættirnir eiga að stuðla að virkari þátttöku áhorfenda.“ Stefán Karl útilokar ekki að þetta hafi verið í síðasta sinn sem hann skellir hinni risavöxnu höku á sig. „Það er bara ekki í mínum höndum að ákveða það,“ segir Stefán Karl. Eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir nokkru var Stefán Karl fenginn til að leika The Grinch í ansi stórri leiksýningu í Bandaríkjunum. Þá stóð til að hún yrði sett upp á Broadway en að sögn Stefáns hefur verið fallið frá því í bili. Nú sé verið að skoða Baltimore og Boston og jafnvel Los Angeles á næsta ári. Enn sem fyrr segir Stefán að þetta sé ekki hans að ákveða, framhaldið sé í höndunum á umboðsmanni hans og lögfræðingi. Stóri sigurinn vannst hins vegar fyrir nokkru en þá fengu þau Stefán Karl og Steinunn Ólína, eiginkona hans, græna kortið. Þau hafa hingað til verið með bráðabirgðaleyfi en græna kortið gefur þeim mun meira frelsi. „Núna getur maður kannski fyrst farið að njóta þess að vera hérna úti og skoðað aðeins hvað það er sem maður vill virkilega gera hérna,“ útskýrir Stefán en hann segir umsóknarferlið hafa tekið þrjú ár og verið frekar strembið. „Þetta var naflaskoðun. Maður er spurður hvaða pólitísku skoðanir maður hefur, um trúarskoðanir og svo framvegis og svo framvegis. Ég er bara feginn að þessu sé loksins lokið,“ segir Stefán. Leikarinn fékk reyndar draum sinn uppfylltan í vikunni þegar hann var viðstaddur US Open-golfmótið en golfbakterían hefur náð öllum tökum á honum. „Ég stóð fimmtán metra fyrir aftan Tiger Woods þegar hann náði fugla-púttinu á átjándu á sunnudeginum og tryggði sér sæti í bráðabana. Ég nennti ekki alveg að fara á mánudeginum og fylgjast með bráðabananum því mér skildist að tæplega þrjátíu þúsund áhorfendur ætluðu að fylgja þeim,“ segir Stefán en þessu atviki á Torrey Pines hefur verið lýst sem einu af fimm mögnuðustu atvikum í golfsögunni.- fgg Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Framlagi mínu til Latabæjar er lokið í bili og framhaldið er algjörlega óráðið. Sem stendur er ekki til neinn samningur milli mín og Latabæjar og því er þetta ekki í mínum höndum heldur fyrirtækisins,“ segir Stefán Karl Stefánsson, sem er nýbúinn að leika Glanna Glæp í nýjustu Latabæjarseríunni. Upphaflega stóð ekki til að framhald yrði á sjónvarpsþáttunum eftir síðustu þáttaröð en vegna mikillar eftirspurnar erlendis var ákveðið að ráðast í gerð nýrrar þáttaraðar, sem verður þó ekki með hefðbundnu Latabæjar-sniði. „Nei, þarna er meira gert út á að ná til neytandans, þættirnir eiga að stuðla að virkari þátttöku áhorfenda.“ Stefán Karl útilokar ekki að þetta hafi verið í síðasta sinn sem hann skellir hinni risavöxnu höku á sig. „Það er bara ekki í mínum höndum að ákveða það,“ segir Stefán Karl. Eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir nokkru var Stefán Karl fenginn til að leika The Grinch í ansi stórri leiksýningu í Bandaríkjunum. Þá stóð til að hún yrði sett upp á Broadway en að sögn Stefáns hefur verið fallið frá því í bili. Nú sé verið að skoða Baltimore og Boston og jafnvel Los Angeles á næsta ári. Enn sem fyrr segir Stefán að þetta sé ekki hans að ákveða, framhaldið sé í höndunum á umboðsmanni hans og lögfræðingi. Stóri sigurinn vannst hins vegar fyrir nokkru en þá fengu þau Stefán Karl og Steinunn Ólína, eiginkona hans, græna kortið. Þau hafa hingað til verið með bráðabirgðaleyfi en græna kortið gefur þeim mun meira frelsi. „Núna getur maður kannski fyrst farið að njóta þess að vera hérna úti og skoðað aðeins hvað það er sem maður vill virkilega gera hérna,“ útskýrir Stefán en hann segir umsóknarferlið hafa tekið þrjú ár og verið frekar strembið. „Þetta var naflaskoðun. Maður er spurður hvaða pólitísku skoðanir maður hefur, um trúarskoðanir og svo framvegis og svo framvegis. Ég er bara feginn að þessu sé loksins lokið,“ segir Stefán. Leikarinn fékk reyndar draum sinn uppfylltan í vikunni þegar hann var viðstaddur US Open-golfmótið en golfbakterían hefur náð öllum tökum á honum. „Ég stóð fimmtán metra fyrir aftan Tiger Woods þegar hann náði fugla-púttinu á átjándu á sunnudeginum og tryggði sér sæti í bráðabana. Ég nennti ekki alveg að fara á mánudeginum og fylgjast með bráðabananum því mér skildist að tæplega þrjátíu þúsund áhorfendur ætluðu að fylgja þeim,“ segir Stefán en þessu atviki á Torrey Pines hefur verið lýst sem einu af fimm mögnuðustu atvikum í golfsögunni.- fgg
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira