Lífið

Stjörnurnar kveðja Heston í Los Angeles

Nancy Reagan, Arnold Schwarzenegger og Tom Selleck voru við athöfnina í gær.
Nancy Reagan, Arnold Schwarzenegger og Tom Selleck voru við athöfnina í gær. MYND/AP

Jarðaför Hollywoodleikarans og Óskarsverðlaunahafans Charlton Heston fór fram í Los Angeles í gær. Um 300 vinir og ættingjar leikarans voru viðstaddir jarðaförina, þar á meðal fjöldi Hollywoodleikara.

Heston var brenndur en athöfnin fór fram í kirkju sem hann sótti reglulega. Þar mátti meðal annars sjá Arnold Schwarzenegger og Tom Selleck.

Heston var 84 ára þegar hann lést. Börn hans töluðu um ást föður síns á ljóðlist, tennis og Bandaríkjunum.

Heston vann Óskarsverðlaunin árið 1959 fyrir leik sinn í stórmyndinni Ben Hur og var meðal þeirra sem drógu að flesta gesti í kvikmyndahús á 20. öldinni.

Hann lést eftir baráttu við Alzheimer sjúkdóminn sem hann tilkynnti að hrjáði hann árið 2002. Lydia eiginkona hans var við dánarbeð hans þegar hann kvaddi þennan heim 5. apríl síðastliðinn.

Síðustu árin var Heston einnig yfirmaður samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum og tók þátt í herferðum nokkurra stjórnmálamanna Repúblíkanaflokksins.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.