Sjálfstæðisþingmenn segja þingið máttlaust 5. nóvember 2008 14:31 Þingmenn úr bæði stjórn og stjórnarandstöðu kölluðu eftir því í dag að Alþingi fengi meira hlutverk í því að taka ákvarðanir um framtíðarstefnu landsins og að framkvæmdavaldið sæti ekki eitt að því. Sögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins meðal annars að þingið væri máttlaust. Í umræðum um störf þingsins vakti Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, athygli á því að tvær umræður hefðu farið fram um efnahagsmálin að undanförnu en þinginu hefði verið haldið utan allrar ákvarðanatöku í efnahagsmálum. Einstaka nefndir hefðu fengið upplýsingar um stöðu mála en þegar um væri að ræða aðgerir þá færi allt slíkt fram hjá ráðherrum. Spurði Katrín Pétur Blöndal, formann efnahags- og skattanefndar sem hefði brugðist vel við óskum um fundi um efnahagsástandið, hvort ekki þyrfti að efla hlutverk nefndarinnar og þingsins alls og hvort þingið hefði ekki átt að móta efnahagsáætlun sem samin hefði verið vegna ástandsins. Þingið ótrúlega veikt Pétur Blöndal svaraði því til að það væri rétt að hlutverk þingsins hefði verið ótrúlega veikt. Samkvæmt lögum ætti þingið að setja lög og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Það væri greinilegt á ástandinu nú að eftirlitið og lagasetningin hefði brugðist. Nú þyrfti að gæta að því að atvinna héldist í landinu sem væri forsenda þess að heimilunum vegnaði vel. Þá þyrftum við að komast að því hvað hefði farið úrskeiðis. Hann sagði einnig að menn þyrftu að skoða lagasetningu um gagnkvæmt eignarhald sem ekki hefði gefist vel og þá þyrfti að gæta að jöklabréfunum sem skyllu yfir þjóðina eins og jöklaskriða. Enn fremur þyrfti að huga að Icesave-fyrirbærinu sem væri evrópsk lagasetning. Katrín sagði þau sammála í grundvallaratriðum um að þau vildu að þingið yrði öflugra en það væri en það væri spurning um hvað við gerðum nú. Þingið þyrfti að bregðast hraðar við en það hefði gert og því þyrfti að horfa á þær aðgerðir sem grípa ætti til nú en ekki bara lagasetningu fyrir framtíðina. Þjóðin hefur aldrei séð það svartara Fleiri þingmenn köddu sér hljóðs og lýstu yfir áhyggjum af veikri stöðu þingsins og skorti á upplýsingum og aðkomu að ákvörðunum. Þar á meðal voru Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Guðfinna Bjarnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði þjóðina aldrei hafa sé það svartara og það væri kominn tími til að þingið fengi þann kraft sem það ætti að hafa. Þingið væri nú máttlaust. Í sama streng tóku þingkonurnar Ólöf Nordal og Ragnheiður Ríkharðsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum. Ólöf sagði þingið hafa verið á hliðarlínunni og fyrir fólkið í landinu skipti miklu máli upp á framtíðina að þingið væri virkt. Umræða um stefnu til framtíðar ætti að vera þar. Ragnheiður sagði Sjálfstæðisflokk sem aðra flokka bera ábyrgð á þessu en koma yrði í veg fyrir að þingið væri bara afgreiðslustofnun og þingmenn eins og afgeiðslufólk á kassa. Staða þingsins á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði gott að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu uppgötvað þingræðið. Málið væri þeim skylt enda hefði flokkurinn verið með völdin í 17 ár og forseta Alþingis allan tímann. Steingrímur sagði Alþingi ekki bara vera löggjafarsamkundu og eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldinu heldur einnig stefnumótunarvettvang. Hann gagnrýndi ofríki framkvæmdavaldsins og sagði slæmt að Alþingi væri á hliðarlínunni, ekki síst vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar við núverandi aðstæður. Benti hann á að annað land sem sótt hefði um lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri að fjalla um skilmála sjóðsins á þingi sínu. Alþingi væri ekki að gera neitt á sömu dögum og á því bæri Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Þingmenn úr bæði stjórn og stjórnarandstöðu kölluðu eftir því í dag að Alþingi fengi meira hlutverk í því að taka ákvarðanir um framtíðarstefnu landsins og að framkvæmdavaldið sæti ekki eitt að því. Sögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins meðal annars að þingið væri máttlaust. Í umræðum um störf þingsins vakti Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, athygli á því að tvær umræður hefðu farið fram um efnahagsmálin að undanförnu en þinginu hefði verið haldið utan allrar ákvarðanatöku í efnahagsmálum. Einstaka nefndir hefðu fengið upplýsingar um stöðu mála en þegar um væri að ræða aðgerir þá færi allt slíkt fram hjá ráðherrum. Spurði Katrín Pétur Blöndal, formann efnahags- og skattanefndar sem hefði brugðist vel við óskum um fundi um efnahagsástandið, hvort ekki þyrfti að efla hlutverk nefndarinnar og þingsins alls og hvort þingið hefði ekki átt að móta efnahagsáætlun sem samin hefði verið vegna ástandsins. Þingið ótrúlega veikt Pétur Blöndal svaraði því til að það væri rétt að hlutverk þingsins hefði verið ótrúlega veikt. Samkvæmt lögum ætti þingið að setja lög og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Það væri greinilegt á ástandinu nú að eftirlitið og lagasetningin hefði brugðist. Nú þyrfti að gæta að því að atvinna héldist í landinu sem væri forsenda þess að heimilunum vegnaði vel. Þá þyrftum við að komast að því hvað hefði farið úrskeiðis. Hann sagði einnig að menn þyrftu að skoða lagasetningu um gagnkvæmt eignarhald sem ekki hefði gefist vel og þá þyrfti að gæta að jöklabréfunum sem skyllu yfir þjóðina eins og jöklaskriða. Enn fremur þyrfti að huga að Icesave-fyrirbærinu sem væri evrópsk lagasetning. Katrín sagði þau sammála í grundvallaratriðum um að þau vildu að þingið yrði öflugra en það væri en það væri spurning um hvað við gerðum nú. Þingið þyrfti að bregðast hraðar við en það hefði gert og því þyrfti að horfa á þær aðgerðir sem grípa ætti til nú en ekki bara lagasetningu fyrir framtíðina. Þjóðin hefur aldrei séð það svartara Fleiri þingmenn köddu sér hljóðs og lýstu yfir áhyggjum af veikri stöðu þingsins og skorti á upplýsingum og aðkomu að ákvörðunum. Þar á meðal voru Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Guðfinna Bjarnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði þjóðina aldrei hafa sé það svartara og það væri kominn tími til að þingið fengi þann kraft sem það ætti að hafa. Þingið væri nú máttlaust. Í sama streng tóku þingkonurnar Ólöf Nordal og Ragnheiður Ríkharðsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum. Ólöf sagði þingið hafa verið á hliðarlínunni og fyrir fólkið í landinu skipti miklu máli upp á framtíðina að þingið væri virkt. Umræða um stefnu til framtíðar ætti að vera þar. Ragnheiður sagði Sjálfstæðisflokk sem aðra flokka bera ábyrgð á þessu en koma yrði í veg fyrir að þingið væri bara afgreiðslustofnun og þingmenn eins og afgeiðslufólk á kassa. Staða þingsins á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði gott að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu uppgötvað þingræðið. Málið væri þeim skylt enda hefði flokkurinn verið með völdin í 17 ár og forseta Alþingis allan tímann. Steingrímur sagði Alþingi ekki bara vera löggjafarsamkundu og eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldinu heldur einnig stefnumótunarvettvang. Hann gagnrýndi ofríki framkvæmdavaldsins og sagði slæmt að Alþingi væri á hliðarlínunni, ekki síst vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar við núverandi aðstæður. Benti hann á að annað land sem sótt hefði um lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri að fjalla um skilmála sjóðsins á þingi sínu. Alþingi væri ekki að gera neitt á sömu dögum og á því bæri Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira