Krúttkynslóðin lifir en Groupkynslóðin féll 9. nóvember 2008 13:35 Andri Snær Magnason Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var gestur í Silfri Egils á Rúv í dag. Þar sagði hann m.a að krúttkynslóðin hefði ekki fallið þar sem hún hefði ekki tekið lánin heldur notað og nýtt gamla hluti. Hann sagði hinsvegar að Groupkynslóðin hefði beðið skipbrot og að á næstu dögum og vikum þyrfu nokkrir að segja af sér, biðjast afsökunar og sýna auðmýkt. Eftir það væri hægt að byrja að byggja upp. „Þetta er fall SUS, Heimdallar, Verzló og viðskiptaháskólanna. Það er svo stór krítískur massi sem er að hrynja núna," sagði Andri og bætti við að undanfarin ár hefðu heilu kynslóðirnar verið framleiddar og látnar læra það sama og tekið síðan próf. „Það verða ekki svona margir að læra viðskiptafræði á næstu misserum. Það verður að breyta heilu deildunum í háskólunum í hugvísinda- eða verkfræðideildir t.d, allavega annarskonar deildir en eru þar núna." Andri Snær sagði að það fólk sem hann þekkti og tók þátt í „þessu" hafi fundist hlutirnir vera komnir út í rugl. Hann sagði að sem rithöfundur mætti jafnvel gera sér í hugarlund að Guð væri einhversstaðar á reiki. „Þarna eru 200 einkaþotur hvað er að gerast,?" „Það skynjuðu allir að það væri margt rangt í gangi. Allt kallaði þetta á frelsi, en málfrelsið var algjörlega hrunið því það voru allir að hvísla. Inni í bönkunum byggðist þetta allt á peppi og það mátti aldrei blása á neitt." Síðan sagði hann að það þyrfti réttlæti áður en hægt væri að byggja upp nýtt þjóðfélag. „Það þarf einhver að biðjast afsökunar svo reiðin sjóði ekki upp úr og verði að ofbeldi. Það verða nokkrir að segja af sér svo það verði einhver vísir að breytingu. Þessi bankamenn verða að hætta að rífast innbyrðis og viðurkenna fyrir þjóðinni að þeir gerðu stór mistök. Menn verða að sýna auðmýkt, síðan verður hægt að byggja upp." Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var gestur í Silfri Egils á Rúv í dag. Þar sagði hann m.a að krúttkynslóðin hefði ekki fallið þar sem hún hefði ekki tekið lánin heldur notað og nýtt gamla hluti. Hann sagði hinsvegar að Groupkynslóðin hefði beðið skipbrot og að á næstu dögum og vikum þyrfu nokkrir að segja af sér, biðjast afsökunar og sýna auðmýkt. Eftir það væri hægt að byrja að byggja upp. „Þetta er fall SUS, Heimdallar, Verzló og viðskiptaháskólanna. Það er svo stór krítískur massi sem er að hrynja núna," sagði Andri og bætti við að undanfarin ár hefðu heilu kynslóðirnar verið framleiddar og látnar læra það sama og tekið síðan próf. „Það verða ekki svona margir að læra viðskiptafræði á næstu misserum. Það verður að breyta heilu deildunum í háskólunum í hugvísinda- eða verkfræðideildir t.d, allavega annarskonar deildir en eru þar núna." Andri Snær sagði að það fólk sem hann þekkti og tók þátt í „þessu" hafi fundist hlutirnir vera komnir út í rugl. Hann sagði að sem rithöfundur mætti jafnvel gera sér í hugarlund að Guð væri einhversstaðar á reiki. „Þarna eru 200 einkaþotur hvað er að gerast,?" „Það skynjuðu allir að það væri margt rangt í gangi. Allt kallaði þetta á frelsi, en málfrelsið var algjörlega hrunið því það voru allir að hvísla. Inni í bönkunum byggðist þetta allt á peppi og það mátti aldrei blása á neitt." Síðan sagði hann að það þyrfti réttlæti áður en hægt væri að byggja upp nýtt þjóðfélag. „Það þarf einhver að biðjast afsökunar svo reiðin sjóði ekki upp úr og verði að ofbeldi. Það verða nokkrir að segja af sér svo það verði einhver vísir að breytingu. Þessi bankamenn verða að hætta að rífast innbyrðis og viðurkenna fyrir þjóðinni að þeir gerðu stór mistök. Menn verða að sýna auðmýkt, síðan verður hægt að byggja upp."
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið