Innlent

Geir býst við að samstarf við Bandaríkin styrkist með kjöri Obama

MYND/Stöð 2

Geir H. Haarde forsætisráðherra hlakkkar til að hitta Barack Obama á næsta leiðtogafundi NATO og gerir ráð fyrir að hið góða samstarf Íslands og Bandaríkjanna muni styrkjast eftir að hann taki við í Hvíta húsinu.

Þetta kemur fram í heillaóskabréfi sem Geir hefur sent Obama í tilefni af sigri þess síðarnefnda í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Geir óskar Obama til hamingju með sögulegan sigur og segir þátttöku í kosningunum til marks um áhuga almennings og ákall eftir breytingum.

Obama hafi unnið þennan glæsilega sigur út á persónu sína og áherslumál. „Ég hlakka til að hitta hann á samstarfsvettvangi ríkjanna, t.d. á næsta leiðtogafundi NATO, og geri ráð fyrir að hið góða samstarf Íslands og Bandaríkjanna muni aðeins styrkjast eftir að hann tekur við í Hvíta húsinu. Viðbúið er að ímynd Bandaríkjanna í forystu lýðræðisríkja heimsins muni styrkjast við kjör hans," segir Geir H. Haarde í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×