Innlent

Þungt haldinn eftir vinnulslys

Iðnaðarmaður slasaðist alvarlega þegar hann féll fjóra metra ofan á steingólf í húsi við Klettagarða í Reykjavík á sjöunda tímanum í gærkvöldi.

Hann liggur nú þungt haldinn á gjörgæsludeild Landsspítalans. Hann féll niður um op á gólfi og mun Vinnueftirlitið meðal annars kanna hvort öryggisbúnaði hafi verið ábótavant.

Tveir aðrir iðnaðarmenn meiddust líka við vinnu sína í gærkvöldi, en ekki eins alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×