Innlent

Frávísunarkrafa Jóns Ólafssonar vegna skattaákæru tekin fyrir

Jón Ólafsson og félagar við þingfestingu málsins í sumar.
Jón Ólafsson og félagar við þingfestingu málsins í sumar.

Munnlegur málflutningur verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag um frávísunarkröfu Jóns Ólafssonar athafnamanns og þriggja annarra á ákæru um skattalagabrot.

Eins og fram hefur komið í fréttum gaf efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra út ákæru á hendur Jóni fyrr á árinu en honum er gefið að sök að hafa svikið um 360 milljónir króna undan skatti í tengslum við rekstur Norðurljósa og tengdra félaga.

Ákærurnar á hendur Jóni og þremenningunum voru þingfestar um miðjan júlí en frávísunarkrafa málsins er fyrst tekin fyrir nú vegna þess að deilt hefur verið um hvort bæði Ragnar Aðalsteinsson og Sigurður G. Guðjónsson megi verja Jón. Þær deilur fóru tvo hringi í réttarkerfinu og lyktaði með því að Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfu Jóns.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×