Lífið

Tarantino með meistaranámskeið í Cannes

Tarantino var á Íslandi um áramótin.
Tarantino var á Íslandi um áramótin.

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Quentin Tarantino mun halda námskeið á Cannes kvikmyndahátíðinni samkvæmt því sem skipuleggjendur hátíðarinnar hafa tilkynnt. Árlega er þekktur kvikmyndagerðarmaður fenginn til að tala um verk sín.

Leikstjórinn lætur sig ekki vanta á þessa árlegu kvikmyndahátíð þar sem hann vann Gullpálmann árið 1994 fyrir myndina Pulp Fiction. Árið 2004 var hann einnig formaður dómnefndar.

Skipuleggjendurnir segja að hann muni tala um falega reynslu sína; „með þeim neista og áhuga á kvikmyndum sem við þekkjum hann fyrir."

Á síðasta námskeiði miðlaði Martin Scorsese reynslu sinni. Áður hafa meðal annarra Stephen Frears, Wong Kar-Wai, Nanni Moretti og Sydney Pollack verið boðið að tala um vinnu sína.

Uppröðun hátíðarinnar verður tilkynnt 23. apríl, viku seinna en auglýst hafði verið.

Búist er við að fjórða Indiana Jones kvikmyndin verði frumsýnd á hátíðinni sem stendur yfir frá 14-25. maí

Á síðasta árin varð það rúmenska kvikmyndin 4 Mánuðir, 3 Vikur og 2 dagar sem hlaut Gullpálmann. Myndin fjallaði um unga konu sem reyndi að fá ólöglega fóstureyðingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.