Innlent

Farþegi í Herjólfi tekinn með fíkniefni

Pilturinn var að koma til Vestmannaeyja með Herjólfi
Pilturinn var að koma til Vestmannaeyja með Herjólfi

Við leita hjá farþega sem var að koma með farþegaskipinu Herjólfi til Vestmannaeyja sl. mánudagskvöld fannst nokkuð magn fíkniefna. Um var að ræða 50 gr. af amfetamíni og um 120 gr. af íblöndunarefni sem notað er til að drýgja efnið.

Aðili þessi viðurkenndi við yfirheyrslu hjá lögreglunni að eiga efnin og að hafa keypt þau í Reykjavík og ætlað þau til sölu í Vestmannaeyjum. Aðili þessi sem er 18 ára hefur ekki komið við sögu lögreglunnar áður vegna fíkniefnamála.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×