Innlent

Formaður félagsmálanefndar gagnrýnir nýju bankana

Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður félags- og tryggingamálanefndar Alþingis.
Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður félags- og tryggingamálanefndar Alþingis.

,,Ég hef verið óánægður með bankana vegna þess að mér hefur fundist það taka alltof langan tíma að samræma reglur á milli þeirra og tryggja það að fólk viti hvað er framundan í sambandi við íbúðalánin," segir Guðbjartur Hannesson formaður félags- og tryggingamálanefndar Alþingis.

Í bráðabirgðalögunum sem Alþingi setti 6. október er heimild til að færa íbúðalán frá bönkunum yfir til Íbúðalánasjóðs. Aftur á móti er það í höndum bankana hvort þeir óska eftir því að lánin færist yfir.

Of snemmt er að að nýju bankarnir fari í samkeppni sín á milli, að mati Guðbjarts. ,,Bankarnir eiga fyrst og fremst að hugsa um hag lántakenda og tryggja það að þeir fái þjónustu sem aðstoði þá út úr þessum erfiðleikum."

Guðbjartur segir að með færslu íbúðalána til Íbúðalánasjóðs aukist yfirsýn yfir lánasafnið. Mikilvægt að einstaklingum sé boðin samskonar þjónusta varðandi greiðsluerfiðleika, gjaldtöku og annað varðandi lánin.

Guðbjartur viðkennir þó að það sé ekki vandræðalaust að flytja lánin yfir til Íbúðalánasjóðs. ,,Vandamálið er að gæta jafnræðis við meðhöndlun lána því það er ekki sjálfgefið að hægt sé að færa allt á milli en það er mikilvægt að við reynum allt sem við getum."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×