Innlent

Lykilstarfsmenn Kaupþings ekki reknir

Bankastjóri Nýja Kaupþings segir að lykilstarfsmönnum, sem fengið höfðu sérstaka lánafyrirgreiðslu hjá bankanum, verði ekki vikið frá störfum, enda bendi ekkert til saknæms athæfis. Komi hins vegar annað í ljós verði tekið á því með viðeigandi hætti.

Óháðir sérfræðingar munu kanna umdeild hlutabréfakaup lykilstarfsmanna gamla Kaupþings, en kaupin hlupu á tugi milljarða og persónulegar ábyrgðir voru felldar niður. Bankastjóri segir engin lán verða afskrifuð og kveður marga starfsmenn nú fjárhagslega illa stæða. Það hafi áhrif á starfsemina.

Ljós er að bankinn hefur orðið fyrir álitshnekki og í harðorðri yfirlýsingu í dag krefst Alþýðusamband Íslands þess að hið sanna verði dregið fram í dagsljósið.

Umdeilt er þó að margra mati að margir af þeim lykilstarfsmönnum sem tóku þátt í hlutabréfakaupunum, séu enn að störfum í nýjum banka. Finnur segir að hann beri ábyrgð á ráðningu þeirra, þörf hafi verið fyrir hæfa einstaklinga til að bankinn yrði starfhæfur hið fyrsta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×