Innlent

Síbrotamaður áfram í varðhaldi

MYND/GVA

Hæstiréttur hefur staðfest að karlmaður, sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi í síðustu viku fyrir ýmis brot, skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til áfrýjunarfrestur í máli hans rennur út.

Fram kemur í gæsluvarðhaldsbeiðni lögreglu að maðurinn hafi setið í varðhaldi frá 11. ágúst þar sem hann hafi verið ákærður fyrir mörg brot á skömmum tíma. Hann hafi nú verið dæmdur fyrir meginhluta þeirra í héraði en hafi lýst því yfir að hann muni áfrýja til Hæstaréttar. Lögregla má hins vegar samkvæmt lögum fara fram á áframhaldandi varðhald á meðan áfrýjunarfrestur er í gildi og meðan Hæstiréttur fjallar um málið.

Fór lögregla fram á áframhaldandi varðhald og komst dómurinn að því að hann skyldi sitja í varðhaldi þar til áfrýjunarfrestur málsins rynni út en þó ekki lengur en til 21. nóvember.

Maðurinn sem um ræðir var meðal annars dæmdur fyrir að hafa sparkað, bitið eða hrækt framan í lögregluþjóna þegar hann var verið handtekinn. Einnig var hann dæmdur fyrir þjófnaði, tilraun til fjársvika, eignaspjöll, nytjastuld og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×