Hermann: Ætlum að reyna að spila mjög illa Elvar Geir Magnússon skrifar 19. ágúst 2008 17:19 Hermann Hreiðarsson ræðir við Gunnar Gylfason á Hilton-hótelinu í dag. Mynd/Elvis „Við höfum oft verið að spila nokkuð vel í þessum undirbúningsleikjum en síðan ekki byrjað keppnina sérstaklega vel. Við ætlum því að reyna að spila mjög illa á morgun og byrja síðan keppnina vel," sagði Hermann Hreiðarsson kíminn í samtali við Vísi í dag. Ísland mætir Aserbaídsjan í vináttulandsleik á morgun en þetta er síðasti leikur liðsins fyrir undankeppni HM sem hefst með leik gegn Noregi þann 6. september. „Nei nei þetta er góður leikur. Allir eru mættir og við fáum þennan stutta tíma til að slípa okkur aðeins saman. Það eru kynslóðaskipti í þessu og gaman að sjá að mjög teknískir og skemmtilegir fótboltamenn eru að koma inn," sagði Hermann. „Ef við ætlum okkur að gera einhverja hluti í þessum riðli þá þarf liðið að geta haldið bolta og það hefur verið stígandi í því í síðustu leikjum. Við erum með skemmtilegan og sterkan hóp sem ætti að geta gert usla. Holland er yfirburðarlið í riðlinum. Noregur og Skotland hafa síðan fínan mannskap." Hermann telur að Aserbaídsjan spili ekki ósvipaðan bolta og Makedónía sem er einnig með Íslandi í riðli í undankeppninni. Enska úrvalsdeildin hófst um síðustu helgi þar sem Hermann og félagar í Portsmouth steinlágu fyrir Chelsea. „Eftir að hafa tapað illa fyrir Chelsea er alveg kærkomið að koma heim, brjóta þetta aðeins upp og fá þetta verkefni. Sjá hvar við stöndum og hvar mannskapurinn er," sagði Hermann. Tveir nýliðar eru í íslenska hópnum, Jóhann Berg Guðmundsson hjá Breiðabliki og Hólmar Örn Rúnarsson hjá Keflavík. „Það verða allir nýliðar að ganga í gegnum sitt lítið af hverju. Það er ekki alveg búið að ákveða hvað gera skal við þá en þeir fá allavega að finna fyrir því," sagði Hermann. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Heiðar: Sáttur við nýju peyjana Íslenska landsliðið mætir Aserbaídsjan í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er lokaundirbúningur fyrir leik gegn Noregi í undankeppni HM sem verður þann 6. september. 19. ágúst 2008 17:06 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
„Við höfum oft verið að spila nokkuð vel í þessum undirbúningsleikjum en síðan ekki byrjað keppnina sérstaklega vel. Við ætlum því að reyna að spila mjög illa á morgun og byrja síðan keppnina vel," sagði Hermann Hreiðarsson kíminn í samtali við Vísi í dag. Ísland mætir Aserbaídsjan í vináttulandsleik á morgun en þetta er síðasti leikur liðsins fyrir undankeppni HM sem hefst með leik gegn Noregi þann 6. september. „Nei nei þetta er góður leikur. Allir eru mættir og við fáum þennan stutta tíma til að slípa okkur aðeins saman. Það eru kynslóðaskipti í þessu og gaman að sjá að mjög teknískir og skemmtilegir fótboltamenn eru að koma inn," sagði Hermann. „Ef við ætlum okkur að gera einhverja hluti í þessum riðli þá þarf liðið að geta haldið bolta og það hefur verið stígandi í því í síðustu leikjum. Við erum með skemmtilegan og sterkan hóp sem ætti að geta gert usla. Holland er yfirburðarlið í riðlinum. Noregur og Skotland hafa síðan fínan mannskap." Hermann telur að Aserbaídsjan spili ekki ósvipaðan bolta og Makedónía sem er einnig með Íslandi í riðli í undankeppninni. Enska úrvalsdeildin hófst um síðustu helgi þar sem Hermann og félagar í Portsmouth steinlágu fyrir Chelsea. „Eftir að hafa tapað illa fyrir Chelsea er alveg kærkomið að koma heim, brjóta þetta aðeins upp og fá þetta verkefni. Sjá hvar við stöndum og hvar mannskapurinn er," sagði Hermann. Tveir nýliðar eru í íslenska hópnum, Jóhann Berg Guðmundsson hjá Breiðabliki og Hólmar Örn Rúnarsson hjá Keflavík. „Það verða allir nýliðar að ganga í gegnum sitt lítið af hverju. Það er ekki alveg búið að ákveða hvað gera skal við þá en þeir fá allavega að finna fyrir því," sagði Hermann.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Heiðar: Sáttur við nýju peyjana Íslenska landsliðið mætir Aserbaídsjan í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er lokaundirbúningur fyrir leik gegn Noregi í undankeppni HM sem verður þann 6. september. 19. ágúst 2008 17:06 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Gunnar Heiðar: Sáttur við nýju peyjana Íslenska landsliðið mætir Aserbaídsjan í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er lokaundirbúningur fyrir leik gegn Noregi í undankeppni HM sem verður þann 6. september. 19. ágúst 2008 17:06