Lífið

Flutningar framundan hjá Britney - myndir

Britney Spears.
Britney Spears.

Eftir að samkomulag var undirritað á milli Britney Spears og Kevin Federline, varðandi rétt Britney til að umgangast syni sína, þá Preston og Jayden, hefur allt gengið eins og í sögu hjá söngkonunni.

Nú hefur faðir Britney ákveðið að selja húsið hennar því söngkonan þráir að koma lífi sínu í rétta skorður og flytja á friðsælan stað til að huga vel að drengjunum.

Sjá í myndaalbúmi myndir af húsinu sem Britney hefur sett á sölu. Myndir/chateausuenos.com

Að sögn föður hennar hefur hún ekki enn ákveðið hvar hún kýs að búa í framtíðinni.

Samverustundir Britney og sonanna eru ávallt afar ástúðlegar samkvæmt tímaritinu People. Britney er hins vegar undir stöðugu eftirliti á meðan þeim stendur. Um þetta eftirlit sér sálfræðingur hennar, Lee Sadja, en sá hefur ásamt föður hennar séð um mál Britney síðan hún var lögð inn á Cedars-Sinai sjúkrahúsið í byrjun ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.